Andrea Þorleifsdóttir fæddist 15. júlí, 1881 í Dalasýslu. Ókvænt og barnlaus. Hún flutti vestur árið 1900 með móður sinni, ekkjunni Ragnheiði Sigvaldadóttur og systrum sínum, Þóru, hennar manni og þeirra syni svo og Ragnheiði og Þórdísi. Þau settust að í Winnipeg og í Nýja Íslandi í Manitoba. Andrea bjó í Argylebyggð einhver ár.
Jón Böðvarsson
Halla Arngrímsdóttir
Halla Arngrímsdóttir fæddist í Dalasýslu 12. ágúst, 1871. Dáin í Alberta 13. mars, 1966. Maki: Jón Böðvarsson fæddist 3. desember, 1866 í Dalasýslu, d. í Alberta 3. júní, 1936. Börn: 1. Arngrímur f. 29. júní, 1895 2. Margrét f. 17. ágúst, 1896 3. Steinþór Hermann f. 9. febrúar, 1900 4. Ólöf Arnbjörg f. 25. janúar, 1902 5. Jóhanna Theódóra f. 31. …
Jóhannes Jónasson
Jóhannes Jónasson fæddist á Harrastöðum í Dalasýslu 2. ágúst, 1854. Dáinn 5. febrúar, 1904 í Nýja Íslandi. Maki: 24. mars, 1879. Séra Páll Þorláksson gaf þau saman. Halla Jónsdóttir f. á Brennistöðum í Mýrasýslu árið 1859, d. 16. desember, 1929 í Víðirbyggð. Börn: 1. Ólafur f. 6. nóvember, 1878, d. 26. nóvember, 1944 2. Þuríður f. 1880. Dó í barnæsku …
Sigríður Jónasdóttir
Egill Jónsson
Egill Jónsson fæddist í Dalasýslu 3. maí, 1887. Stephenson eða Jackson vestra. Maki: Þóra Jónína Guðbertsdóttir f. í Winnipeg 30. janúar, 1889. Thora J Jochumson vestra. Börn: upplýsingar vantar. Egill fór vestur til Manitoba árið 1888 með foreldrum sínum, Jóni Guðmundssyni og Kristínu Þórðardóttur. Þau fóru vestur til Tantallon í Saskatchewan þar sem þau námu land en Egill var tekinn …
Málfríður Jónsdóttir
Málfríður Jónsdóttir fæddist 27. maí, 1863 í Dalasýslu. Dáin 20. september, 1943. Maki: Elís Einarsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1860. Dáinn í N. Dakota árið 1923. Eastman vestra. Börn: 1. Halldóra 2. Sigríður 3. Elín 4. Philip 5. Ingólfur 6. Brandur. Elís fór vestur um haf árið 1887 og settist að í Grafton í N. Dakota. Málfríður fór ein …
Þórdís Þorleifsdóttir
Þórdís Þorleifsdóttir fæddist 16. júní, 1880. Dáin í New York 8. september, 1954. Ógift og barnlaus. Hún flutti vestur til Winnipeg árið 1900 með móður sinni, ekkjunni Ragnheiði Sigvaldadóttur og systrum sínum. Hún bjó lengi í Manitoba.
Aðalheiður Eyjólfsdóttir
Einar Ólafsson
Einar Ólafsson fæddist í Dalasýslu 16. júní, 1844. Dáinn í Blaine í Washington 27. janúar, 1931. Ókvæntur og barnlaus. Einar flutti vestur til Kanada árið 1876 og hefur líklega fylgt fjöldanum sem fór vestur til Manitoba og settist að í Nýja Íslandi. Óljóst hvenær hann flutti vestur að Kyrrahafi og hvaðan.
