Ólafur Kristinn Magnússon fæddist 16. mars, 1887 í Vestmannaeyjum. Dáinn í Spanish Fork 18. maí, 1904. Ókvæntur og barnlaus. Hann flutti vestur til Utah með foreldrum sínum, Magnúsi Gíslasyni og Guðbjörgu Jónsdóttur árið 1892.
Sigurbjörg Einarsdóttir
Sigurbjörg Einarsdóttir fæddist 10. ágúst, 1862 í Vestmannaeyjum. Maki: Ólafur Eiríksson fæddist í Rangárvallasýslu 13. desember, 1852 Börn: upplýsingar vantar. Ólafur fór vestur árið 1885 en Sigurbjörg árið 1889. Þau bjuggu fyrst í Utah en fluttu seinna til Blaine í Washington. Ólafur var málari.
Anna Jónsdóttir
Karólína Guðmundsdóttir
Karólína Guðmundsdóttir fæddist 1. maí, 1876 í Vestmannaeyjum. Dáin 25. júní, 1962 í Utah. Karoline Avery eða Aunt Karie vestra. Maki: 20. desember, 1894 Vernile Thomas Avery f. 3. maí, 1873. Börn: Þau áttu 11 börn. Karólína fór vestur til Utah árið 1882 með móður sinni, Guðnýju Árnadóttur. Bjó í Murray í Salt Lake.
Ragnhildur Guðmundsdóttir
Ragnhildur Guðmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. maí, 1873. Dáin í Utah 9. nóvember, 1891. Barn. Hún fór vestur til Utah árið 1888 með systrum sínum en þangað höfðu foreldrar hennar, Guðmundur Guðmundsson og Jóhanna Guðmundsdóttir farið árið 1886.
Jarþrúður Runólfsdóttir
Jarþrúður Runólfsdóttir fæddist 21. ágúst, 1852 í Kjósarsýslu. Dáin 17. apríl, 1927 í Spanish Fork. Thrutha Erickson í Utah. Maki: 30. desember, 1887 Eyjólfur Eiríksson fæddist í Rangárvallasýslu 26. febrúar, 1854. Dáinn 21. ágúst, 1908. Eyjolfur Erickson í Utah en í dánarvottorði í Spanish Fork er hann Ejyolifur Erickson. Börn: 1. Ellenborg f. 18. október, 1888, d. 20. ágúst, 1889 …
Sesselja Vigfúsdóttir
Sesselja Vigfúsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 23. nóvember, 1866. Dáin í Spanish Fork 12. október, 1957. Setta V. Helgason og Sara Helgason í Utah. Maki: 1897 Árni Helgason f. 4. september, 1848 í Vestmannaeyjum, d. 5. september, 1916. Börn: Þau áttu tvær dætur. Sesselja flutti til Utah árið 1891 og bjó í Spanish Fork.
Vigdís Jónsdóttir
Vigdís Jónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 29. september, 1856. Dáin 1919. Ógift og barnlaus Vihdís fór vestur til Winnipeg í Manitoba í Kanada árið 1904.
Guðný Jónatansdóttir
Guðný Jónatansdóttir fæddist 4. október, 1881 í V. Skaftafellssýslu. Dáin í Utah 18. júlí, 1959. Minnie Gudrun Green í Utah. Maki: Hún virðist hafa verið tvígift; annar maður hennar hét Irvine McConnell en hinn var einhver Green. Börn: Upplýsingar vantar Hún flutti vestur til Spanish Fork í Utah með móður sinni, Guðrúnu Eiríksdóttur árið 1886.
Árni Vigfússon
Árni Vigfússon fæddist 11. júlí, 1875 í Vestmannaeyjum. Dáinn 14. júní, 1923. Skrifaði sig Outney Anderson í Utah Maki: Sylvia C. Hartley f. 14.maí, 1885 í Utah. Börn: 1. Christina f. 25. júlí, 1911, d. 9. ágúst, 2000 Árni fór vestur til Spanish Fork í Utah árið 1888.
