Páll Marinó Briem fæddist í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi 27. júlí, 1886. Ókvæntur og barnlaus. Páll ólst upp á Grund hjá foreldrum sínum, Jóhanni Briem og Guðrúnu Pálsdóttur, landnemum í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Hann gekk í búnaðar- og verslunarskóla í Winnipeg sneri síðan aftur í Fljótsbyggð og gerðist smjörgerðarmaður í Riverton. Seinna bóndi á föðurarfleifðinni Grund.
Helga S Björnsson
Helga Sigríður Björnsson fæddist í Minneota í Minnesota 6. janúar, 1912. Brögger vestra. Maki: 13. júní, 1942 Arne Waldemar Brögger f. í Newark í New Jersey 21. október, 1909. Norskrar ættar. Börn: 1. Arne Valdimar f. 18. október, 1943 2. Ívar Christopher f. 10. janúar, 1947 3. Erik Augustine f. 19. febrúar, 1950. Helga var dóttir Gunnars Björnssonar, ritstjóra í …
Anna Mýrdal
Anna Sigurðardóttir fæddist í Kanada 6. nóvember, 1900. Mýrdal vestra. Maki: 14. júlí, 1919 Kári Stefánsson f. á Akureyri í Eyjafjarðarsýslu 25. mars, 1892. Byron vestra. Börn 1. Stefán f. 24. febrúar, 1921 2. Sigurður f. 3. mars, 1924 3. Haraldur Jón f. 15. ágúst, 1925 4. Lillian Sigríður f. 14. janúar, 1927. Fóstursonur Friðrik Þorsteinn Þorkelsson. Anna var dóttir …
