Helga Jósepsdóttir fæddist í Dalasýslu 6. janúar, 1876. Ókvænt og barnlaus. Helga var átta ára þegar hún flutti vestur til Kanada árið 1876 með foreldrum sínum, Jósep Stefánssyni og Jóhönnu Bjarnadóttur. Þau settust að í Winnipeg. Upplýsingar vantar um líf hennar vestra.
Jónína E Björnsdóttir
Jónína Elísabet Björnsdóttir fæddist árið 1856 í S. Þingeyjarsýslu. Maki: 1885 Árni Frímann Magnússon fæddist 27. mars, 1854 í S. Þingeyjarsýslu. Freeman vestra. Börn: 1. Vilbald 2. Magnea 3. Magdalena 4. Ada 5. Guðrún 6. Emily. Þau fluttu vestur um haf árið 1884 og bjuggu fyrst um sinn í Winnipeg. Voru með fyrstu landnemum í Lundarbyggð árið 1887. Bjuggu þar …
Jarðþrúður Guðmundsdóttir
Jarðþrúður Guðmundsdóttir fæddist 14.mars, 1814 á Skeggjastöðum í N. Múlasýslu. Dáin árið 1889 í N. Dakota. Maki: 27.mars, 1843. Einar Guðmundsson var fæddur 10. mars, 1820 á Stórasteinsvaði í N.Múlasýslu. Dáinn 3. febrúar, 1899 í Akrabyggð í N. Dakota. Börn: 1. Jón f. 1844, d. 1908 2. Guðmundur f. 1845, d. 1846 3. Halldór f. 1847 4. Anna Kristín f. …
Sigurjón J Ólafsson
Sigurjón J Ólafsson fæddist 29. maí, 1872 í Gullbringusýslu. Dáinn í Kaliforníu 26. október, 1952. Maki: Lovise Henrietta Valborg Zeuthen f. 20. apríl, 1876. Börn: 1. Helga Agnes f. 24. ágúst, 1894. Þau fluttu vestur til Kanada árið 1911. Þaðan lá leiðin til Minneapolis þar sem þau bjuggu árið 1920. Þar var Sigurjón verktaki og vann við húsbyggingar. Þaðan fluttu …
Laura Amundson
Laura Gestsdóttir fæddist í Blaine í Washington 23. janúar, 1928. Laura Amundson vestra. Maki: Amundson, norskrar og írskrar ættar. Nánari upplýsingar vantar. Börn: Upplýsingar vantar Laura var dóttir Gests Sigurgeirssonar og Herdísar Eggertsdóttur í Blaine. Laura og maður hennar bjuggu í Blaine, hann vann hjá Alaska Packers Association á staðnum.
Óskar R Stephanson
Óskar Raymond Gestsson dæddist í Blaine í Washington 17. júlí,1923. Óskar tók föðurnafn afa síns, Sigurgeirs Stefánssonar, Oscar Raymond Stephanson vestra. Maki: Lillian Hilmarsdóttir, upplýsingar vantar. Börn: upplýsingar vantar. Óskar var sonur Gests Sigurgeirssonar og Herdísar Eggertsdóttur í Blaine í Washington. Hann vann við póstþjónustu í Everett í Washington.
Lillian Puller
Lillian Rósbjörg Gestsdóttir fæddist í Blaine í Washington 30. október, 1920. Dáin þar 19. febrúar, 1962. Lillian Puller vestra. Maki: 1946 Gordon Puller. Börn: 1. sonur f. 1955. Stjúpbörn voru fjögur. Lillian var dóttir Gests Sigurgeirssonar og Herdísar Eggertsdóttur í Blaine í Washington. Lillian og fjölskylda bjuggu þar, maður hennar vann við skógarhögg.
Sigrún Murrey
Sigrún May Gestsdóttir fæddist í Blaine í Washington 11. maí, 1918. Sigrún Murrey eftir giftingu. Maki: Joseph Murrey, írskrar ættar. Börn: upplýsingar vantar. Sigrún var dóttir Gests Sigurgeirssonar og Herdísar Eggertsdóttur sem settust að í Blaine í Washington. Þar var maður Sigrúnar skipaafgreiðslumaður og bjuggu þau þar.
Sigríður E Walsh
Sigríður Emily Gestsdóttir fæddist 15. ágúst, 1815 í Blaine, Washington. Var Sigríður E Walch eftir giftingu. Maki: Robert Walch, hollenskrar ættar. Börn: upplýsingar vantar. Sigríður var dóttir Gests Sigurgeirssonar og Herdísar Eggertsdóttur, sem bjuggu í Blaine í Washington. Sigríður og fjölskylda hennar bjó í Blaine þar sem Robert, maður hennar, vann hjá Alaska Packers Association.
Björn I Stephanson
Björn Ingólfur Gestsson fæddist í Blaine í Washington 28. apríl, 1912. Hann tók föðurnafn afa síns, Sigurgeirs Stefánssonar. Stephanson vestra. Maki: Margaret Mardesich, slavneskrar ættar. Börn: upplýsingar vantar. Björn var sonur Gests Sigurgeirssonar og Herdísar Eggertsdóttur, sem fluttu´frá Winnipeg, nýgift, vestur til Blaine í Washington. Björn lærði pappírsgerð og vann í Bellingham.