Graftrarmein Íslands

Jón Hjaltason

Verkamenn við Havsteenshús á Akureyri. Á 19. öld var það almennt viðhorf ráðamanna að „ráðleysingjarnir“ sæktu í kaupstaði landsins til að geta lagst þar upp á heiðarlegt vinnandi fólk.    Konungsbókhlaðan í Kaupmannahöfn

Í apríl 1865 skrifaði Einar Ásmundsson í Nesi svila sínum, séra Sigurði Gunnarssyni á Hallormsstað og prófasti í Suður-Múlaprófastsdæmi:

„Menn geta ekki fengið jarðnæði til að búa á, allt er fullsett og ofsett. Þar af leiðir, að hinir yngri menn, sem nokkurt ráð og framsýni er í, geta ekki fengið af sér að leita sér kvonfangs. En ráðleysingjarnir hugsa ekkert um það, heldur giftast og sig gifta láta aftur því meir, og elst þannig upp æ meir og meir af því kyninu, sem síður gegnir og eigi verður landinu nema til skammar og skaða. En hinir betri og ráðsettari verða á hakanum með að fjölga sínu kyni og dragast allajafna aftur úr, með því að hin kynslóðin þrengir ávallt meir og meir að þeim og þyngir á þeim.“

(Arnór Sigurjónsson: Einars saga Ásmundssonar, fyrra bindi, (Reykjavík 1957), bls. 347-348.)