Eiríkur Bjarnason

Vesturfarar

Eiríkur var hagmæltur og orti stundum við sérstök tækifæri. Þegar Steinunn kona hans hélt upp á 74 ára afmæli sitt varð þetta til:

Að klöngrast upp hæðir og hóla

og horfa vestrinu mót

Það yrði víst seinagangur

og sumstaðar hart undir fót.

Oft hugurinn ferðast fleygur

um forna æsku slóð

Þar sporin mín liggja í leynum

og ég löngum göturnar tróð.

Ef aðeins einu sinni

allt þetta fengi ég séð

hver veit hvað kann að koma

kannske það geti skeð.

Senn eru sjötíu og fjögur

ævinnar ár liðin hjá

líða í loftinu á vængjum

líka mér best myndi þá.