Dr. Ágúst Blöndal

Vesturfarar

Eftirfarandi segir um Dr. Ágúst Blöndal í VÍÆ II: ,,Hann var góður söngmaður og um skeið formaður Íslenzka karlakórsins í Winnipeg (The IcelandicChoral Society). Einnig var hann fyrsti forseti fyrir The Winnipeg Folk Art Society, starfaði mikið að safnaðarmálum Fyrstu lúthersku kirkju og öðrum félagsmálum í Winnipeg. Hann var listmálari og eru til eftir hann um 100 olíumálverk og pastel-myndir, einnig svartkrítarmyndir og pennateikningar. Gerð ýmsar teikningar og uppdrætti fyrir læknisfræðirit.“