Vestur-Íslenzkar Æviskrár I greina ágætlega frá þátttöku Davíðs í félags- og menningarmálum landa sinna í Winnipeg, bls. 66: ,,Fluttist vestur um haf 1924. Var við fiskveiðar í Winnipegvatni fyrsta veturinn, en hefur síðan átt heima í Winnipeg. Bóksali þar í 18 ár. Skrifari Íslendingadagsins í 18 ár, skrifari Taflfélagsins 12 ár. Í stjórnarnefnd Fróns 16 ár og bókavörður Fróns 8 ár. Ritstjóri Heimskringlu 13. vikur árið 1946. Endurskoðandi reikninga Þjóðræknisfélagsins frá 1953. Í safnaðarstjórn Sambandssafnaðar í Winnipeg fjögur ár. Hefur starfað með Karlakór Íslendinga í Winnipeg 20 ár. Frímúrari síðan 1947. Ritstörf: Rósviðir, ljóðmæli, Winnipeg 1952. Greinar í blöðum vestra og mikið í handritum.“