Guðmundur Jónsson

Vesturfarar

Árið 1947 skrifaði Richard Beck grein í Almanak O.S.Thorgeirssonar sem hann kallaði Landnámshjónin GUÐMUNDUR (George) og GUÐBJÖRG FREEMAN.

„Hver einn bær á sína sögu“, segir Matthías Jochumsson í hinu svipmikla kvæði sínu um Skagafjörð. Og þau sannmæli skáldsins eiga eigi aðeins við um íslenzka sveitabæi heima á ættjörðinni, heldur má hið sama segja um íslenzku landnemabýlin vestan hafs,, víðsvegar í byggðum Íslendinga þeim megin hafsins. Þau eiga sína merkissögu, sögu gleði og sorga, sögu sigra og ósigra, því að þeim þáttum báðum er líf manna slungið, hvar sem því er lifað á hveli jarðar, ekki síst á vettvangi harðsóttrar brutryðjendabaráttunnar. Og sérstaklega eiga þau frumherjabýlin sér merkilega sögu, sem verið hafa áratugum saman miðstöð verklegra framfara og hollra menningarlegra áhrifa innan sveitar sinnar. Allir, sem nokkuð að ráði þekkja til, munu fúslega játa, að þannig hafi því verið farið um heimili þeirra Guðmundar (George) og Guðbjargar Freema, að upham, í Mouse River-byggðinni íslenzku í Norður- Dakota. Ogþar sem það eru nú einu sinni þeir, er á bænum búa, sitja staðinn, sem um annað fram skapa sögu hans, þá verður saga höfuðgólsins íslenzka í Mouse-River- byggðinni því aðeins bezt sögð og réttast, að sögð sé saga þeirra ágætu lndnámshjóna, sem þar hafa bókstaflega talað, „gert garðinn frægan“ í meir en aldarhelming; en þó verður saga þeirra rakin hér í nokkrum megindráttum.

Uppruni – fyrstu skrefin í Ameríku

,,Þau Guðmundur og Guðbjörg voru bæði í hópi hinna fyrstu frumbyggja óslenzkra í Mouse-River-byggðinni; hann var í för með föður Guðbjargar og stofnanda byggðarinnar, Helga Guðmundssyni (Goodman), í landskoðunarferðinni þanga frá Akra, N. Dakota, haustið 1886, eða fyrir réttum 60 árum síðan, en Guðbjörg flutti þangap með móður sinni og bræðrum vorið eftir….Guðmundur Freeman er Vestfirðingur að ætt, fæddur 24. júlí, að Köldukinn í Dalasýslu, sonur Jóns bónda þar, jónssonar frá Þorsteinsstöðum, og konu hans Sigríðar Eyvindardóttur frá Gerðubergi í Hnappadalssýslu. Föður sinn missti Guðmundur sex ára, en móðir hans giftist síðar Lárusi Björnssyni Frímann á Harastöðum í Dölum, og fluttist Guðmundur með þeim vestur um haf árið 1874. Eftir að vestur kom, tók hann síðar upp ættarnafn stjúpa síns, Freemansnafnið, eðlilega stafað á ameríska vísu. Snemma á árum, meðan fjölskyldan var ein sér af Íslendingum í amerísku Umhverfi, festist einnig við hann „George“-nafnið í stað Guðmundar, sem Ameríkönum vafðist um tönn í framburði, og hafa það orðið örlög margra íslenzkra nafna vestur þar að breytast með ýmsum hætti af sömu ástæðum, þó eigi verði það hér nánar rakið. Þau Guðmundur og stjúpi hans settust fyrst að í Kinmount, Ontario, og munu hafa dvalið þar árlangt eða þar um bil, en fluttust síðan til borgarinnar Elk-Rapids í Michigan-ríki. Voru þar sárfáir Íslendingar fyrir, og ólst Guðmundur því upp í algerlega amerísku umhverfi, utan heimilis síns, og mótaði það hann skiljanlega með ýmsum hætti, gerði hann innlífaðan ameriskum hugsunarhættir og hugsjónum, því hann var þá einmitt á þeim aldri, þegar unglingar eru næmastir fyrir utanaðkomandi áhrifum.                                                                                                                                                                                                                                                                                                      Sumarið 1881 flutti Helgi Guðmundsson, sem að ofan getur og áður hafði búið að Ölvaldsstöðum í Mýrasýslu, vestur um haf ásamt skylduliði sínu og lagði leið sína til Elk Rapids, því að þar var fyrir frændfólk hans, en þær Helga kona hans og Sigríður Eyvindardóttir, móðir Guðmundar Freeman, voru systur. Eigi var þó Guðbjörg dóttir Helga með í förinni það sinn; hún kom vestur til foreldra sinna í Elk Rapids ári síðar, en hún er fædd að Ölvaldsstöðum 17. maí, 1872.“   

                                             Vestur á bóginn -Hjónaband                           

,,Árið 1884 fluttust báðar umræddar fjölskyldur til Akra, N. Dakota og settust þar að, en ekki festi Helgi Guðmundsson þar yndi, enda var þá þröngbýlt orðið þar um slóðir og lítil völ heimilisréttarlanda. Tók hann sig því upp, sem fyrr segir, haustið 1886 og fór landkönnunarleiðangur vestur í Mouse River dal og ákvað að setjast þar að. Guðmundur Freeman, sem verið hafði með í landkönnunarferðinni, hvarf austur aftur þá um haustið og dvaldi um vesturinn við Akra, en réðist um vorið aftur til ferðar vestur í nýbyggðina með þeim frændum sínum, sonum Helga. Þau Guðmundur og Guðbjörg giftust á kirkjuþinginu að Mountain, N.Dakota, í júní 1888, og gifti séra Friðrik J. Bergmann þau, en hann var þá eini íslenzki presturinn í N. Dakota. Bríðkaupsferðin var farin á vagni, er uxar gengu fyrir (eins og tíðkaðist á þeim frumbýlingsárum), frá Mountain vestur til Mouse River- nýlendunnar, og tók sú ferð vikutíma. Bjuggu ungu hjónin fyrst á heimili Brúðarinnar, en settu brátt bú saman á eigin spýtur og farnaðist vel.                                                                                                                                                                                              Fór það að vonum, því að bæði voru þau hin ráðdeildarsömustu og lifðu eigi um efni fram, en Guðmundur var hamhleypa að dugnaði og hlífði sér hvergi. Hafð hann á þeim árum, sem hann var til heimilis hjá fóstra sínum Lárusi Frímann við Akra, unnið að skógarhöggi vestur undir Pembinafjöllum og dregið þaðan viðarækin á uxum alla leið til Cavalier-bæjar, að bændavinnu á þeim slóðum og að járnbrautarvinnu bæði í grennd við Cavalier og í Winnipeg. Eftir að hann fluttist vestur til Mouse River-byggðar, vann hann enn austur í Íslendingabyggðinni í Pembinahéraði og annarsstaðar í N. Dakota, meðan bú hans var lítið og heimatekljur rýrar, og féll það þá í hlut konu hans að annast heimilisstörfin, og leysti hún þau af hendi með forsjá og prýði, sem henni er lagið.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                       En þegar búið óx, og Guðmundur færði stöðugt út kvíarnar, varð hann oft að hafa marga vinnumenn. Hann eignaðist smámsaman fjölda landeigna og kostgóðra, og bústofn að sama skapi. Lýsir búhyggni hans sér meðal annars í því, að hannlagði kapp á það að hafa jafnan hreinræktaðan gripastofn, og átti hann um skeið 400 gripi, en stundaði jafnframt sauðfjárrækt, og mun hafa átt um 800 fjár, þegar flest var. Einnig lagði hann áherzlu á það að hafa aðeins hesta af úrvalskyni. Ber því allt að einum brunni um ráðdeild hans og búskaparhyggindi, enda hefir hann jafnan viljað vita fótum sínum forráð í öllu og aldrei rasað um ráð fram.

Samfélagsþátttaka

 Gat eigi hjá því farið, að fafnmikill athafnamaður og ráðdeildar sem Guðmundur, ynni sér tiltrú og traust sveitunga sinna, enda kom það fljótt á daginn. Honum hafa verið falin fjölmörg trúnaðarstörf innan héraðs og utan, og fer þó mjög fjarri, að hann hafi sókst eftir slíkum virðingarstöðum. En allar hefir hann skipað þær með sóma, innt af hendi embættisstörfin með frábærri skyldurækni.Ískólanefnd átti hann sæti í meir en 22 ár, og var sveitarfulltrúi (County Commissioner) í McHenry County í tvö kjörtímabil, einnig sat hann árum saman í ýmsum örum sveitarnefndum, einkum þeim er lutu að búnaðarmálum og umbótum, og var ráðunautur allsherjarnefndar í þeim málum, sem útnefnd var af hálfu Landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna (Advisory Commission of Farm Security Administration). Ríkisþingmaður héraðs síns var hann eitt kjörtímabil (1907-1909), og þótti þar, sem annarsstaðar, skipa sess sinn vel; voru þeir þá einu Íslendingarnir á ríkisþinginu í N. Dakota hann og Barði Skúlason lögfræðingur. Er og skemmst frá að segja, að Guðmundur Freeman er fyrir löngu orðinn einn af kunnustu og mest virtu Íslendingum í N. Dakota. Þó að fljótt hafi hér verið farið yfir starfssögu hans, má þá öllum ljóst vera, að þar er um mikinn atkvæðamann ap ræða, enda er hann maður heill ig hreinn í öllum skoðunum, fáorður en fylginn sér. Hann fylgdi „Republican“-flokknum að málum, en hefir aldrei verið blindur flokksmaður. Hann er maður vinafastur og góðbjarn, enda hafa margir leitað ráða hans og gera enn um allskonar hluti, og sýnir það eitt sér tiltrú þá, sem menn bera til hans um vitsmuni og drengskap.

Fjölskyldan

En illa myndi Guðmundi þykja saga sín sögð, ef eigi væri getið að verðleikum hinnar miklu hlutdeildar Guðbjargar konu hans í farsæld þeirra og hagsæld, þv´að hún hefir verið honum hinn ágætasti förunautur á langri leið. Hún er, eins og margir af Hjarðarfellsættinni, fríð kona og virðuleg í framgöngu, hæglát en athugul, og ber hag annara fyrir brjósti. Listræn er hún og bókhneigð og hefir miklar mætur á fögrum skáldskap, fastlynd og trygglynd, og vinsæl og virt að sama skapi. Hennar störf, sem móður og húsfreyju, hafa eðlilega verið sérstaklega bundin við hið stóra og mannmarga heimili hennar, sem jafnan hefir staðið í þjóðbraut, og hefir þar ríkt hin fegursta íslenzka gestrisni. Hafa þau hjónin verið samhent í þeim efnum sem öðrum greinum, enda bera þau í brjósti djúpan ræktarhug til ættjarðarinnar, þó að þau færu þaðan ung að aldri, og kunna vel að meta íslenzkar menningarerfðir. Samhliða hinum umfangsmiklu heimilisstörfum hefir Guðbjörg þí unnist tími til að starfa mikið í Kvenfélagi íslenzka lúterska safnaðarins í byggð sinni, því að hún er einlæg trúkona, og lagt lið öðrum mannfélagsmálum.

Börnin

Þeim Guðmundi og Guðbjörgu Freeman hefir orðið 11 barna auðið; dóu tveir drengir í æsku, einnig var þeim nýlega sá mikli harmur kveðinn að sjá á bak Victor Valtý syni sínum, skógræktarstjóra, hinum prýðilegasta manni, löngu um aldur fram; hann var kvæntur Hólmfríði Soffíu Ásmundson, er lifir hann. En þessi eru eftirlifandi börn Guðmundar og Guðbjargar:

Sigríður Lilja f. 11. jan. 1889, gift Ásmundi Benson lögfræðing í Bottineau, N. Dakota                                      Elizabet Helga f. 14. mars, 1890, gift Thorleifi Thorleifson, kaupmanni í Bottineau, N. Dakota                      John, f. 26. júní, 1893, kvæntur Huðrúnu Thordarson, búnaðarráðunautur, í Fargo, N. Dakota                    William f. 19. september, 1895, kvæntur Olivu Thordarson, búnaðarráðunautur, í Bottinea                      Ellen Mae, f. 24. október, 1901, gift séra Agli H. Fáfnis, Mountain, N. Dakota                                              Mabel Emily, f. 4. maí, 1904, umsjónarkona í landbúnaði, Fargo, N. Dakota                                                     Esther Björg, f. 18. apríl, 1909, gift Louis Madsen, sem nú er liðþjálfi (Sargeant) í her Bandaríkjanna í Suður-Þýskalandi.
Carl Julius, f. 3. júlí, 1912, kvæntur Lois Emily Beith, landbúnaðarráðunautur, Fargo, N. Dakota

Öll eru börn þeirra Freeman-hjóna mannvænleg mjög, vel gefin og vel menntuð, og njóta almennra vinsælda. Hafa þeir bræður, John, William og Carl(nú nýlega kominn úr herþjónustu í sjóliði Bandaríkjanna, meðal annars á Íslandi) gegnt opinberum ábyrgðarstöðum í landbúnaðarmálum og getið sér hið besta orð, og gegnir sama máli um þær systur Emily, sem hefir með höndum umfangsmikið umsjónarstarf á því sviði, og Esther, sem fram til skamms tíma hefir haft á hendi mikilsvarðandi starf í velferðarmálum.                                                                                      Má því með sanni segja, að þau Guðmundur og Guðbjörg hafi átt sönnu barnaláni að fagna, en vitanlega valda þar miklu um hin hollu og varanlegu uppeldis áhrif úr heimahúsum. Þar við bætist stór hópur myndarlegra barna- og barnabarna, og er ættleggurinn því mannmargur orðinn hér vestan hafsins og liggja greinar hans víða. En allur er hinn fjölmenni ættmennahópur samrýndur mjög, tengdur traustum böndum blóðs og erfða, og kennir þar aftur hinna heilbrigðu og djúpstæðu áhrifa æskuheimilisins.

Niðurlag  

Eru það þessvegna eigi ýkjur, þá er svo var að orði komist fyrr í grein þessari, að heimili þeirra Guðmundar og Guðbjargar Freeman hefði verið höfuðból og menningarmiðstöð, því að um svo margt hefir það, beint og óbeint, sett svip sinn á byggðina. Njóta þau hjón einnig mikillar virðingar og vinsælda sveitunga sinna og hinna mörgu annara, sem átt hafa samleið með þeim, eða kynnst þeim eitthvað verulega með öðrum hætti. Lýsti það sér fagurlega og eftirminnilega, þá er gullbrúðkaup þeirra var hátíðlegt haldið að heimili þeirra í Uphan, N. Dakota, og í kirkjunni þar, þ. 26. júní 1938. Var það sérstaklega virðulegt og ánægjulegt hátíðahald, og mjög fjölmennt, bæði af íslenzkum ættingjum þeirra og vinum og hérlendu vinafólki. Voru þau gullbrúðkaupshjónin hyllt í mörgum ræðum og snjöllum, þökkuð margháttuð og víðtæk starfsemi þeirra, manndómur og drenglund, og sæmd góðum gjöfum. Þá bárust þeim og samfagnaðar-og heillaóskaskeyti víðsvegar að, og bar þetta allt því órækastan vottinn, hve mikil og djúp ítök þau eiga í hugum samferðasveitarinnar nær og fjær. Meðal annars var lesið upp í gullbrúðkaupinu eftirfarandi kvæði eftir höfund þessarar greinar og þykir honum vel sæma að hafa það að niðurlagsorðum hennar:

Heillaríkrar hálfrar aldar ljómi
himinbjarma vefur ykkar sali
þennan gullna dag, er glöðum rómi
gamlar raddir óma, líkt og hjali
sumarblær við blóm á mildu kveldi,
bjart og hlýtt í minninganna veldi.

Vinir fagna förnum yfir árum.
Fögur hlær við augum liðna tíðin,
sigurrík, þó syrti stundum hríðin,
sykkju vonarskip á úfnum bárum.
Skýrast nú í skuggsjá hálfrar aldar
skörulegar dáðir-mörgum faldar.

Lifið heil! Í heitum þakkarorðum
hylla ykkur ferðasveit og vinir;
lengi munu standa styrk í skorðum
störfin ykkar, traust sem skógar hlynir.
Himinnborinn norrænn hreysti andi
hallir sínar byggir ei á sandi.