Jón Jónsson frá Sleðbrjót skrifaði í Almanak Ólafs Þorgeirssonar greinar sem hann kallaði ,,Nokkrir þættir um Íslendinga austan við Manitobavatn og umhverfis Grunnavatn“. (birtust 1912) Þar á meðal var grein um Halldór Halldórsson og þar segir meðal annars: (Fyrirsagnir mínar. JÞ)
Síðustu árin á Vestfjörðum: ,,Halldór ólst upp með foreldrum sínum þar til hann var 13 ára; þá andaðist faðir hans (Halldór Bjarnason úr Álftafirði). Var Halldór síðan með móður sinni til þess er hann var 17 ára, þá fluttist hann til mágs síns Gísla Gíslasonar að Bæ á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu, er giftur var Margrétu, systur Halldórs. Þar dvaldi hann tvö ár. Næstu fjögur ár var hann hjá tveim öðrum mágum sínum, tvö ár hjá hvorum. Var annar þeirra Bergþór Jónsson í Arnardal, en hinn Ólafur Ólafsson í Hnífsdal; var hinn fyrnefndi giftur Jónínu systur Halldórs, en hinn síðarnefndi Elínu systur hans. Þaðan fluttist Halldór til frænda síns, Halldórs Halldórssonar á Seljalandi í Ísafjarðarsýslu. Kona hans var Elín Pálsdóttir, og voru þau Halldór og Elín systkinabörn. Þar var þá vistum Kristín, er varð kona Halldórs og áður er nefnd. Felldu þau þegar hugi saman og giftust síðasta laugardag í sumri 1874. Vorið 1875 fluttist Halldór með konu sinni til Ísafjarðarkaupstaðar. Hafði hann þar sjávarútveg, en vann sjálfur að fiskiverzlun fyrir ýmsa kaupmenn þar, mest við verlsun Ásgeirs Ásgeirssonar. Síðasta árið, sem Halldór var á Íslandi, átti hann sæti í bæjarstjórninni.“
Vesturförin: ,,Árið 1878 var hart mjög í ári í Ísafjarðarkaupstað, og þrengdi þá mjög að kosti bænda og útvegsmanna. Verzlunarskuldir voru miklar. En lánstraustið þvarr. Þá var búsettur á Ísafirði, Sigurður Andrésson prests Hjaltasonar frá Flatey á Breiðafirði. Sigurður var ,,agent“ fyrir Sigfús bóksala Eymundsson í Reykjavík.“ (Sigfús kom sér upp umboðsmannakerfi á Íslandi líku því sem viðgekkst í Danmörku. Umboðsmenn réðu til sín ,,undiragenta“ hvar sem möguleiki var á að ná til fólks og sannfæra það um kosti Vesturheims. Undiragentar fengu greitt fyrir hvern vesturfara, aðeins brot af því sem yfirmaður þeirra fékk. Sigfús var með umboðsmenn um land allt og vegnaði vel. Innskot JÞ),, Taldi Sigurður alþýðu manna mjög til vesturfarar. Kom hann svo fortölum sínum, að um 100 manns úr Ísafjarðarsýslu skráðu sig til vesturfarar hjá Sigfúsi Eymundssyni. Næsta ár fóru og nokkrir. Segir Halldór, að það sé sá eini ,,útflutningur“, er teljandi sé úr Ísafjarðarsýslu, og telur hann Sigfús fyrir það snjallastan útflutningstjóra á Íslandi, því að hann sé sá eini þeirra, er unnið hafi bug á hinu forna kjördæmi Jóns Sigurðssonar foresta. Ekki mun Halldóri hafa verið ljúft að fara vestur. En hann var maður ötull og áræðinn. Hugur hans brann af framfaraþrá, og starfsmaður var hann og er enn með afbrigðum. Mun honum hafa þótt útlitið ískyggilegt, og efnin mjö lítil. En sögurnar allglæsilega af framtíð þeirra, er vestur voru fluttir. Nauðugt segir hann sér hafi verið að yłirgefa ættland og vini, en sárara þó ef hann yrdi aldrei sjálfstæður efnalega, og gæti aldrei unnið annað gagn en daglaunamanns-stritið, sem lítt er lagið til að hefja huga manna til sjálfstæðis. Hann tók sér því, meðal fleiri, far vestur um haf með Allan-línunni og lagði af stað frá Ísafirði með gufuskipinu Camoens 29. júní 1887. Ferðin gekk seint og börnin voru veik á leiðinni, og urðu þau hjónin aõ skilja eitt barnið eftir á spítala í Quebec, og kom það ei tiI Winnipeg fyr en 9 dögum á eftir þeim. Fengu þau stúlku úr hópnum, er þau þektu að trúmensku, til að gæta barnsins, því Kristín gat ekki yfirgefìð hin börnin öll meira og minna lasin.
Landnám í Manitoba: Í Winnipeg dvöldu þau þrjá eða fjóra daga. Réð Halldór það af að leita til landnáms vestur af Manitoba-vatni, af sömu ástæðum og getið er í þætti Jóns Sigfússonar. Fór hann því að útvega sér fylgdarmann með vagn og hesta. Og hitti landa einn, er fús var fararinnar, og hafði alt það er með þurfti á reiðum höndum. Kvöldið áður en ferðin átti að byrja, kom landinn til að líta yfir farangurinn. Var hann allmikill á lofti, og þótti Íslendingar, er að heiman komu, flytja með sér allmikið af óþarfa drasli, og fór um það all-hæðilegum orðum. Og svo hefir Kristín kona Halldórs sagt mér, að hann hafi kveðið svo að orði, að ef Íslendingar hefðu átt fjandann sjálfan í fórum sínum heima, hefðu þeir sjálfsagt flutt hann með sér. Kristín sagði, að sér hefði risið svo hugur við vindbelgingi og hranahætti mannsins, að hún sagðist hafa beðið Halldór að útvega annan mann, ef hægt væri, því hún sagðist hafa kviðið fyrir hrottaskap fylgdarmannsins eins veikluð og úrvinda eins og hún var, yfir börnunum sjúkum. Halldór kvaðst skyldi reyna, þó í eindaga væri komið, og kom að lítilli stundu liðinni með annan Íslending. Var sá hár á velli og karlmannlegur og prúður í framkomu. Kristín kvaðst hafa litið snögt á hann og sagt þegar: ,,Þenna mann vil eg fyrir fylgdarmann. Honum treysti eg. Og það traust brást ekki“, bætti hún við, „því hann reyndist okkur á ferðinni eins og hlýjasti bróðir“. Þessi maður var Björn Líndal, nú (1911) bóndi í Grunnavatnsbyggð. Hann var þá keyrslumaður í Winnipeg og hafði áður farið þarna út í landskoðun, sem fyrr er frá sagt. (Sjá kafla um Björn Sæmundsson Líndal) Þau lögðu af stað næsta morgun. Ferðin gekk stórslysalaust, þó margt væri til ama: hiti illþolandi og fluguvargurinn mikill, og börnin meira og minna veik. Nam Halldór staðar og tók sér bólfestu skamt frá Lundar, á landi því, sem nú (1911) er eign herra Kristjáns Fjeldsteds í Winnipeg. Hafði Halldór keypt sér 2 kýr, og svo sem mánaðarforða af matvöru. Tók hann nú að vinna að heyskap, og átti í vök að verjast fyrir sléttueldum. Samt aflaði hann svo mikilla heyja, er hann þurfti, og vel það, og að heyskapnum loknum tók hann að búa sig undir að byggja íveruhús, því að þau höfðu öll búið í tjaldi um sumarið. Bygði hann um haustið hús til bráðabyrgða í félagi við Hinrik Jónsson, Ísfirðing. Hafði Hinrik numið land það, er þeir bjuggu á, því hann hafði komið ári fyr vestur um haf. Vorið eftir nam Halldór land í sömu section, og reisti þar íveruhús 16 fet að lengd og 12 á breidd, og fjós fyrir 12 nautgripi. Nefndi hann bæ sinn á Völlum. Árið 1891 flutti Hinrik úr bygðinni ; hafði hann verið póstafgreiðslumaður að Lundar P.O., og tók Halldór við því starfi og hefir haft það á hendi síðan, og er heimili hans síðan nefnt Lundar, eins og pósthúsið. Ætti auðvitað eftir réttu íslensku máli að vera nefnt í Lundi. En hitt nafnið er nú búið að vinna sér hefð hér, eins og mörg önnur hálf-íslenzka. Árið 1896 byrjaði Halldór verzlun, en rak hana aðeins fjögur ár, og tók þá Jóhann, sonur hans við henni. Þau hjónin eiga sjö börn á lífi, og eru þau þessi : Jóhann kaupm. á Oak Point, Halldór keyrslumaður í Winnipeg, giftur Sigurveigu Sigurðardóttur læknis Bárðarsonar; Kristján og Magnús (rétt Margrave) og María, öll ógift heima hjá foreldrum sínum. Guðrún er í Winnipeg ógift. Salome nemandi við Wesley College í Winnipeg.
Hagsæld: Þegar Halldór kom vestur til Winnipeg, var öll eigu hans 100 dollarar. Fyrsta veturinn, er hann bjó, átti hann aðeins ?? kýr og 2 kálfa. En brátt fjölguðu gripirnir, og hefir hann stundum átt um 80 nautgripi yfir veturinn. Nú er eign hans þessi : 3 lönd og prýðisvel hirtur bær – tvö löndin hefir hann keypt ; um 50 nautgripi, 11 hestar og 26 ær í vor (eru hér oftast tvílembdar) . Þó Halldór sé nú vel sextugur að aldri, vinnur hann enn og er léttur og snar í hreyfingum sem ungur væri. Eru þau hjónin mjög samhent í starfsemi og fyrirhyggju. Halldór er hvetjandi til allra framfara í bygðinni og hefir starfað ötullega í ýmsum framfaramálum hennar. Hann er formaður hins lúterska safnaðarfélags þar og einn mesti stuðningsmaður þess. Hann hefir verið og er enn í stjórn ýmsra félaga þar í bygðinni. . . . Halldór er greindur maður og fylgir fast málum þeim, er hann lætur sig einhverju skifta. Ýmislegt mótdrægt hefir fyrir hann komið. En hann hefir alt af haldið heilbrigðum kjarki sínum og framfaraþrá, og er það þó ei af því, að hann sé ei tilfinningamaður.“