Hjálmar Á Bergmann

Vesturfarar

Hjálmar Ágúst Eiríksson hlaut að ganga menntaveginn, afar hans báðir kirkjunnarmenn. Pétur Hallgrímsson Thorlacius prófastur á Hrafnagili og Eiríkur Þorleifsson prestur á Þóroddsstað. Hann var 19 ára þegar hann lauk stúdentsprófi frá Luther College í Decorah í Iowa vorið 1900 og útskrifaðist frá lagadeild University of North Dakota árið 1903. Hann settist að í Winnipeg árið 1905 og bjó þar síðan. Áfram las hann lög og lauk lögfræðiprófi frá Manitobaháskóla árið 1908 en hafði í þrjú ár stundað laganám á skrifstofu V. Íslendingsins Thomasar H. Johnson og félaga hans Rothwell. Hjálmar vakti athygli þeirra og stofnuðu með honum málflutningsfélagið Rothwell Johnson & Bergmann þegar Hjálmar hafði lokið námi. Þeir hikuðu ekki við að treysta honum fyrir erfiðum málum, strax árið 1909 flutti hann sitt fyrsta mál fyrir hæstarétti Kanada, sem þótti einstakt fyrir svo ungan mann. Hjálmar varð fljótlega þekktur lögfræðingur og vinsæll. Árið 1929 var hann kosinn forseti lögfræðingafélagsins í Manitoba, kjörinn meðstjórnandi Manitoba Law Society árið 1931 og foresti sama félags árið 1942. Tvisvar sigldi hann til Englands, fyrst árið 1924 og svo aftur 1930 til að flytja mál fyrir hæstarétti Breta. Hann tók sæti í Háskólaráði Manitobaháskóla árið 1933 og varð seinna forseti þess. Kosinn doctor honoris causa í lögum við Manitobaháskóla árið 1947. Loks skal þee getið að alla tíð starfaði hann mikið að íslenskum félagsmálum, var m.a. ein 25 ár forseti útgáfufélagsins Columbia Press í Winnipeg.