Jón Þórðarson

Vesturfarar

Thórstína réðst í það mikla verkefni að skrá niður upplýsingar um íslenska landnema í N. Dakota. Hún hóf söfnun upplýsinga á öðrum áratug 20. aldar og árið 1926 kom út bók hennar ‘Saga Íslendinga í N. Dakota‘ . Undirtektir voru góðar, landnemar eða afkomendur þeirra brugðust vel við og aðstoðuðu hana á allan hátt. Sumir höfðu frá mörgu að segja og sendu margir ritgerðir um upphafsárin í Ameríku. Ein þeirra var Rósa Jónsdóttir, eiginkona Jóns Þórðarsonar úr Höfðahverfi. Thórstína vann frásögn byggða á ritgerð Rósu og eftirfarandi eru glefsur úr frásögninni sem birtust í bókinni.

Uppruni: ,,Jón var fæddur  og uppalinn á Skeri í Höfðahverfi, austan Eyjafjarðar. Foreldrar hans voru Þórður, alkunnur norðanlands sem hafnsögumaður á Eyja-firði, og Ingibjörg kona hans. Rósa var dóttir Jóns Þorsteinssonar og Lilju Ólafsdóttur honu hans, sem lengi bjuggu aõ Syðra-Laugalandi í Staðarbygð, og síðan að Þverá í sömu sveit. Jón og Rósa, þá nýlega gift, fóru til Ameríku með eina dóttur barna, fárra vikna gamla, meõ hópnum, sem lagði af stað frá Akureyri 4. ágúst 1873. Þeirri ferð hefir verið lýst all-greinilega. Meiri partur fólksins staðnæmdist í Ontario, en hinir héldu áfram tiI Milwaukee, Wisconsin. Jón og Rósa urðu þar eftir, en færðu sig um haustið, með öðrum fleiri, til Milwaukee, og komu þangað 6. nóvember. Þar bjuggu þau í 4 ár, og helzta atvinna Jóns var við skipasmíði og sögunarmylnu. Um sumarið 1877 fluttu þau til Winnipeg, og þaðan eftir rúmt ár til Dakota  —  nú  Norður-Dakota  —   sem þá var að byggjast. Þar festi Jón og aðrir Íslendingar sér heimilisréttarlönd skamt frá Pembina. Þetta var um haustið 1878.  Jón hafði engin tök til að byggja á heimilisréttarlandinu, en fékk leigðan bjálkakofa nálægt því til að búa í um veturinn, með einum glugga á norðurhlið, svo ekki var við ofbirtu hætt innan veggja. Vetrarforði var lítill, og atvinna engin yfir veturinn, nema lítilsháttar við skógarhögg hjá landnemum, sem á undan voru komnir. Kartöflur og brauð  var helzta viðurværi, sem hægt var að afla sér, og það gat jafnvel brugðist daga og dag, en aldrei lengur í senn. Þarna fluttu þau inn með þrjú börn, og það  fjórða bættist, við um veturinn. Um vorið 1879 bygði Jón viðunanlegt íbúðarhús á landi sínu, og bygðin fór að aukast í kring. Meðal þeirra inn-flytjenda voru tveir bræður Rósu, Þorsteinn og Kristján, Páll Jóhannesson frá Víkingavatni, Arngrímur Jónsson frá Héðinshöfða og fleiri. Þarna bjuggu þau Jón og Rósa í fjögur ár, en fluttu svo vestur í íslenzku bygðina meðfram Pembinafjöllunum 1882. Þar náðu þau eignarrétti á bújörð, er liggur miðja vegu milli  Garðar og Mountain, og bjuggu þar hálft þriðja ár, en fluttu svo þaðan á aðra jörð hálfa mílu fyrir austan Garðar, og bjuggu þar í hálft áttunda ár.

Hveitiverslun: Á þeim tíma vann Jón hjá öðrum, við hveitiverzlun í nærliggjandi þorpum, Edinburg og Hilton, tíma og tíma að vetrarlaginu. Árið 1892 bauðst honum unsjónarstaða við hveitiverzlun og trjáviðarsölu í Hensel, smáþorpi meðfram nýlagðri járnbraut milli Grafton og Cavalier. Þá hætti hann búskap og gaf sig eingöngu við því starfi og átti heima í Hensel í 10 ár. Að þeim tíma liðnum, 1902, fluttu þau Jón og Rósa til Esmond í  Norður-Dakota,  líklega mest af hvötum Ingibjargar dóttur þeirra, sem var gift Richard Swenge*, bankastjóra í þeim bæ. Þar hafði Jón hveitiverzlunarstarf á hendi til dánar-dægurs. Hann dó 11. maí 1911, og varð krabbamein honum að bana. Jón var allra hugljúfi, sem honum kyntust, og tók ótrauðan þátt í öllum félagsskap, sem til bóta horfði, bæði í kirkju- og stjórnmálum. Árið, sem þau bjuggu í Winnipeg, stóð hús þeirra öllum opið, sem liðsinnis þurftu við, og um veturinn voru í  því suma sunnudaga  lestrarsamkomur, því þá voru landar prestlausir þar og kirkja engin. Í Norður Dakota hélt Jón sæti á löggjafarþinginu tvisvar, 1899 og 1901. Rósu má  telja í röð fornaldar-kvenskörunga.  Hún sá um heimilið á búskaparárunum, þegar  Jón var fjarverandi, og átti mikinn þátt í því að koma börnum þeirra til vegs og virðingar, sem þau hafa náð.  Lengst af  tímanum síðan Jón dó, hefir hún átt heima vestur á Kyrrahafsströnd, fyrst í Portland, Oregon og nú tiI margra ára í Corvallis, og er nú nð byrja 9. áratuginn.

Börn þeirra eru sem fylgir: Ingibjörg, fædd  á  İslands, gift Richard Hvengel*, sem fyr er getið ; Jón, fæddur í Milwaukee 1875, lengi ráðsmaður við Saskatchewan Co-operative Elevator Company í Regina, Sask þar sem hann  hafði 300 kornhlöõur (Elevators) til urnsjónar, en nú til skams tíma hjá Bawlf Grain Co. í Winnipeg ; Franklin, fæddur 1879 í gluggalausa kofanum, sem fyr er getið, var lengi skólakennari og skólastjóri (Superintendant) bæði í Norður- Dakota og vestur við haf, stundar nú fasteignaverzlun í Corvallis, Ore. Bæði Jón og Franklin eru giftir hérlendum konum. Ólöf fædd í Norður-Dakota 1884   gift Roy Miller, fyrrum skólakennara, nú við verzlun í Portland, Oregon. Þrjú af börnum Jóns og Rósu eru dáin, tvö á unga aldri í Norður-Dakota, og Kristín yngsta barnið beirra komst til fullorðins aldurs, giftist innlendum manni í Portland, Ore., og dó frá honum og fjórum börnum þeirra fyrir eitthvað þremur árum.“

*Í frumtexta er föðurnafn Richard ýmist Swenge eða Hvengel. Hið rétta er Swengel.