Sigurður Laxdal

Vesturfarar

Íslendingadagsnefndin á Gimli samþykkti árið 1931 að heiðra alla Íslendinga í Norður Ameríku sem búið höfðu vestra í 50 ár eða meir. Boð voru send með íslensku vikublöðunum, Lögbergi og Heimskringlu og allir sem þetta átti við voru beðnir að senda ritara nefndarinnar í Winnipeg, Davíð Björnssyni upplýsingar um fæðingardag og ár, fæðingarstað, ár brottfarar frá Íslandi, komudag til Ameríku, yfirlit yfir 50 árin í Vesturheimi svo og fjölskylduhagi. Þeir sem heimangengt áttu voru hvattir til að sækja hátíðina á Gimli og veita þar móttöku sérstakri viðurkenningu. Þeir sem ekki komust fengu viðurkenninguna, heiðurskjal og gullpening, sent í pósti. Árið 1944 skrifaði Lúðvík Laxdal Davíð Björnssyni bréf og sendi upplýsingar um sjálfan sig og foreldra sína. Þetta skrifaði hann um foreldra sína: (JÞ)