Una var snemma áhugasöm um félagsmál og lét til sín taka í ýmsum nefndum. Í Vestur-Íslenskar Æviskrár I segir um Unu á bls.38-39:,,Í meir en áratug hafði hún aðalumsjón með sölu jólamerkja (Christmas Seals) til eflingar berklavörnum í Grand Forks og var samtímis ritari berklavarnanefndar borgarinnar. Átti árum saman sæti í stjórnarnefnd Berklavarnafélags N. Dak.( The North Dakota Anti-Tuberculosis Association) og var forseti þess félagsskapar 1952-1953. Átti samtímis sæti í stjórn Sambands Berklavarnafélaga Miðvesturlandsins (Mississippi Valley Conference on Tuberculosis). Um tíma formaður Yngri deildar Rauða krossins í Grand Forks, tók mikinn þátt í starfi Foreldra- og kennarafélaganna þar í borg og var árum saman í hópi leiðtoga kvenskáta í Grand Forks, of stóð framarlega í Þjóðræknisfélagi norsk-ættaðra kvenn á þeim slóðum. Óvenjulega listræn kona og stórvel að sér í íslenzkum fræðum, sérstaklega ættfræði. Hlaut bæði heiðursmerki frá Bretakonungi og þakkarskjal fyrir hjúkrunarstörf sín í menningar- og mannúðarmálum; heiðursfélagi þjóðræknisdeildarinnar Bárunnar í N. Dak. Kom til Íslands með manni sínum sumarið 1954, og ferðuðust þau víða um land, en einnig um Norðurlönd, sérstaklega Noreg.“