Hið Únitaríska Kirkjufélag Vestur-Íslendinga, sem stofnað var í upphafi 19. aldar átti lengi vel ekkert málgagn. Það var svo Rögnvaldur Pétursson, sem stofnaði Heimi árið 1904 og var það mánaðarrit. Hann var lengi ritstjósi þess an alls komu út 9 árgangar, Í fyrsta heftinu er stefnu ritsins gerð skil þar sem segir meðal annars:
,,Það, sem vakti fyrir stuðningsmönnum þessa fyrirtækis með því að koma á fót riti þessu, var það, sem er á allra manna vitorði, að hversu mörg sem blöðin hafa gjörst á meðal vor Íslendinga, þá er þó ekki eitt einasta þeirra enn sem komið er, er tekið hefir á dagskrá trúmál í þeim skilningi, að ræða þau hlutdræknislaust og leitast fremur við að fræða menn í þeim efnum en tefja rannsókn þeirra. En það er mál, sem ætti þó að sæta meiri eftirtekt hjá oss. ….Satt er það, að í bókmenntum hverrar þjóðar kemur í ljós hennar andlega líf, en ef trúmálaritin eru þar undan þegin, þá er fyrst og fremst gengið fram hjá stórum hluta bókmenntanna, og svo í öðru lagi yrði stór hluti þess, sem eftir væri skilinn, skiljanlegur vegna þess, að hann er svo nátengdur trúarhugsjónum þeirra, er rituðu. Útgefendurnir hugsa sér því að taka trúmál til íhugunar í riti þessu, rannsaka þau eftir því sem kringumstæður leyfa, og að leitast fremur við að útskýra þau en að fella á þau nokkurn dóm, en láta menn heldur dæma þar um fyrir sig sjálfa. ….Með því að trúmál eru óaðskiljanleg öðrum málum, þá hafa útgefendurnir jafnframt hugsað sér að láta rit þetta flytja greinar fræðandi og skemmtandi efnis um ýmisleg mál. ...“
Hér að neðan er efnisyfirlit Heimis, 1. hefti, 3. árgangs.
Sjá má að þýðing Sigtryggs Ágústssonar á ,,Júdas“ eftir Georg Brandes er að finna á bls. 12-10. Hér að neðan er mynd úr þýðingunni.