Julius Benedikt Bearnson kaus menntaveginn og lauk B.S. prófi frá Utah State Agricultural College í Logan í Utah. Þaðan lá leið hans til Kaliforníu þar sem hann utskrifaðist með M.S. próf frá Stanford University árið 1917. Doktorsprófi lauk hann frá University of Virginia, Charlottesville og síðan sneri hann sér að kennslu. Hann var prófessor við Viðskiptadeild University of Utah í Salt Lake City frá árinu 1926-1953. Kenndi síðan eitt ár við Birmingham Southern College, í Birmingham í Alabama. Á löngum starfsferli var hann heiðraður margsinnis og gerður að heiðursfélaga svo sem National Honorary Business Society, National Honorary Debate Society, National Honorary Business Fraternity, National Educational Association og loks American Association of University Professors.
Líkt og svo ótal margir fræðimenn í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum 20. aldar fór Julius snemma að senda frá sér greinar og rit um hagfræðileg efni. Eftir hann er grein í Labor Encyclopedia, Washington, D. C sem heitir Labor in Utah, önnur heitir What Every Worker Should Know About the Wagner Act og fimm greinar skrifaði hann um Economic Status of the University of Utah Alumni 1928-1935.