Við komum með trefil og klæddir í ull,
Og kunnum ei enskuna að tala.
Við áttum víst langfæstir góz eða gull,
Né gersemar Vesturheims dala –
Með sauðskinn á fótum og sængurföt heit,
Með sjal og með skotthúfu og poka.
Við fluttum þá útgerð í óbygð og sveit,
og ‘enskinn’ við báðum að þoka.
Að fötum og útliti hinn hérlendi hló,
Og hæddist að feðranna tungu,
En haldgóð var íslenzka útgerðin þó
Í eldrauna lífsstarfi þungu. –
Við kunnum ei verkin, við áttum ei auð,
Og ekkert í landsmálum skildum.
En Stórbretann sjaldan við báðum um brauð,
Því bjargast og menntast við vildum.