Stefán Kristinsson

Vesturfarar

Stephan G. Stephansson fylgdist með frænda sínum uppvaxtarárin í N. Dakota og Markerville í Alberta. Þótti honum dóttursonurinn efnilegur og orti að honum látnum.

Stefán Kristinsson

Margblessaður heimkominn, velkominn veri
Þó viðtakan setji okkur hljóða –
Við tökum þig grátfegnir eins og þú ert
Í armana, hjartað vort góða!
Þú kemur að flytja aldrei frá oss,
Í framtíð að vera nú hjá oss –
Í boði var öll okkar eiga,
En ónýt varð hún nema í svaiga,
Svo kransinn frá okkur sé ljósari en lín
Og lifandi grænn eins og minningin þín.

II.

Já, velkominn heim! Þó oss virðist nú hljótt
Á vonglaðra unglinga fundum,
Og autt kringum ellina stundum,
Vor söknuður ann þér. að sofa nú rótt
Í samvöfðum átthagans mundum,
Hjá straumklíð og lifandi lundum,
Við barnsminnin ljúfu um brekku og völl
Með bæinn þinn kæra og sporin þín öll.

Og það að oss finnist, við fallið þitt, þar
Sem framtíðin gott á að vinna
Nú orðið sé manns-liði minna;
Við heitum þér að því, sem óuppfylt var
Af óskunum þínum, að hlynna,
Og erfðafé ætlana þinna!
Þó við megum sakna ins samhenda manns
Í sérhverri mannraun og góðviljans hans.

Haf þökk fyrir staðfestu, alúð og ást
Til ættingja og félaga þinna,
Hvort vórum í leik eða að vinna,
þigg sæmd hans, sem sldrei um æfina brást
Sig öllum að drenglund að kynna
Né vonunum vinanna sinna,
Sem var okkur bróðir og blessunar gjöf
Frá barnsvöggu stoknum að tvítugs-manns gröf.

Og enn mun í gröfinni indælt um þig
Er upptekur vetrarins snjóa,
Og grundin og skógarnir gróa –
Og þá munu hjörtun vor sætt hafa sig
Viðsumarið stutta en frjóa,
ið sólríka, sjálfsdáðanóga,
Og þá munu reynast svo sönn, að það sést,
In síðustu orðin þín; Heima er bezt!

III

Sjálft skammlífið verður þó vinningi að
Ef vinirnir hafa við mikið að una
Og ellinnar síðasti sigur er það,
Að sitja við leiðin og yrkja og muna.

Eg kveð þig með kærleikum, góði!
Þig, drenginn minn dána með ljóði –
En ekki í síðasta sinni –

Við  endimark æfinnar vega
Ið eina, ið átakanlega
Er vitund sú: vinir manns trega,
Það vakir í meðvitund minni.-
Og slíkt myndi þrengt hafa að þinni.

Svo sigra eg söknuð og amann,
Og kveð yfir mold þinni minni
Eins frjálslega, og sætum nú saman,
Sem værir þú enn hjá mér inni –

Og hólið manns sjálfs er því hærra,
Sem hugsun og hjartað er stærra,
Þess meir´ sem var lifað og liðið,
Og oft með því framliðna og fjærra
Ef huggast við höfum og kviðið.

Um samtíma og sögunnar stöðvar
Með söknuði var eg á verði:
Hjá Davíð sem drenginn sinn erfði,
Þó heitast um hjartað mér gerði
Stríð Egils, sem orti eftir Böðvar.

Og þróttur minn þrek hefir fengið
Við harma-spor hugpríðra manna
Í ísbreiðu óþíddra fanna,
Sem einir og eins hafa gengið –

Eg kveð þig með kærleikum góði!
Þig, drenginn minn dána, með ljóði –
En ekki í síðasta sinni.

Þú lifir mér alt eins og áður,
Svo lengi ég hugsun er háður,
Þú gengur á götunni minni
Þú situr svo oft hjá mér inni.

Hver vorgeisli vaxandi fagur
Er venzlaður verunni þinni,
Þinn hugur hver hreinviðrisdagur,
Því þaðan kom sál þín og sinni.

Eg sé þig enn eins og eg sá þig,
Sem forðum eg átti eg á þig,
Þess varnar ei moldin á milli –

Svo kem eg og flokkinn þinn fylli!
Um náttstað minn síðasta ef sjálfráður er
Þó seinustu nótt mína gisti eg hjá þér.