Söfnuðir og messustaðir Únitara

Vesturfarar

Í bókinni The Icelandic Unitarian Connection er kafli eftir Stefan M. Jonasson, núverandi ritstjóra Lögbergs-Heimskringlu í Winnipeg, Icelandic Unitarian Churches in North America. Þar er að finna samantekt um söfnuði og messustaði í álfunni. Íslendingar víðs vegar í álfunni aðhylltust kenningar Únitara og þar sem fjöldi þeirra var nægilegur mynduðu þeir söfnuði. Í fámenninu voru svokallaðar ,,preaching stations“, messustaðir þar sem Únitara prestar komu og messuðu. Á slikum stöðum þekktist að tveir, óskildir söfnuðir sameinuðust í einn og mynduðu sambandssöfnuð (federated church)

Manitoba

Winnipeg: Fyrsti íslenski söfnuður Únitara í Norður Ameríku myndaður í febrúar, 1891.
Gimli: Söfnuður myndaður 1904.
Árnes: Söfnuður myndaður 1909.
Hnausar: Söfnuður myndaður 1909.
Riverton: Sambandssöfnuður myndaður 1925.
Hekla: Messustaður eftir 1891. Séra Rögnvaldur Pétursson þjónaði þar 1917-1922 og 1937-1939.
Árborg: Sambandssöfnuður myndaður 1923.
Mary Hill(nærri Lundar): Söfnuður myndaður 1908. Séra Guðmundur Árnason þjónaði 1929-1943. Á því tímabili var kirkjan þar flutt til Lundar og fylgdi söfnuðurinn með.
Lundar: Þar var söfnuður myndaður 1931 en kirkjan í Mary Hill var flutt þangað seinna.
Otto(Grunnavatnsbyggð): Söfnuður myndaður 1909, hann var stundum kallaður Grunnavatnssöfnuður. Séra Guðmundur Árnason þjónaði til ársins 1943.
Oak Point: Misvísandi dagsetningar um myndun safnaðar hér. Sumir hafa sagt árið 1920 en Séra Philip Petursson taldi nærri 1930 réttara.
Hove(nærri Otto): Messustaður, séra Albert E. Kristjánsson þjónaði 1917-1926.
Piney(Pine Valley): Messustaður um 1899 sem séra Magnús Skaptason setti upp. Séra Rögnvaldur Pátursson heimótti byggðina reglulega frá 1921-1940l.
Vogar: Messustaður, þar þjónaði séra Guðmundur Árnason 1935-1943.
Reykjavík: Messustaður í nánu sambandi við Voga, séra Guðmundur messaði.
Steep Rock: Anna lítill messustaður sem séra Guðmundur þjónaði líka.
Selkirk: Lútherski söfnuðurinn klofnaði fyrir aldamótin. Annar hluti hans sagði sig frá lúterskri kirkju en aldrei var myndaður þar Únitara söfnuður.
Víðines(Húsavík): Lútherski söfnuðurinn þar sagði sig úr lúthersku kirkjunni árið 1891 en sneri aftur þangað seinna. Allmargir tengdust Únitarasöfnuðinum á Gimli, sumir gengu í hann.

Saskatchewan

Wynyard: Trúfélag, sem var myndað árið 1906, klofnaði árið 1910 og nýr, frjálshyggju söfnuður dró sig úr samstarfi við lúterska hlutann. Árið 1921 varð sá söfnuður sambandssöfnuður og hét Wynyard Federated Church sem var líklega mikilvægasti söfnuður Únitara á kanadísku sléttunni á eftir Winnipeg söfnuðinum.

Kandahar:  Söfnuður myndaður upp úr 1920. Þar þjónaði séra Albert E. Kristjánsson 1927-1928, séra Rögnvaldur Pétursson 1929-1936þ

Kristnes(Foam Lake): Söfnuður myndaður eftir 1920. Séra Albert og Séra Rögnvaldur þjónuðu þar sömu ár og í Kandahar.

Grandy, Dafoe, Leslie: Messustaðir, prestar frá Wynyard þjónuðu.

Bandaríkin

Blaine: Söfnuður myndaður 1928 þar sem séra Albert E Kristjánsson þjónaði frá 1933-1943 og 1946-1949.

Seattle: Söfnuður, The Icelandic Liberal Church (Íslenska fríkirkjan) eða The Icelandic Liberal Unitarian Society (Íslenska frjálsa únitara félagið)  myndaður árið 1928. Séra Albert var einn stofnenda og þjónaði þar 1928-1941.

Roseau: Í Minnesota starfaði séra Magnús Skaptason og myndaði söfnuð hér árið 1899 sem starfaði í nokkur ár, sendi t.d. fulltrúa á Únitara ráðstefnuna í Winnipeg árið 1903. Þessi söfnuður varð seinna hluti únitarasafnaðarins í Piney, syðst í Manitoba.

Minneota: Einhverjir, íslenskir íbúar þorpsins svo og í sveitunum í Lincoln- og Lyon sýslum fengu þjónustu únitara presta þó hvorki hafi verið myndaður söfnuður eða settur upp messustaður.