Guðný A Stefánsdóttir

ID: 20125
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Nýja Ísland
Dánarár : 1966

Guðný Anna Stefánsdóttir fæddist í Nýja Íslandi 7. apríl, 1879. Dáin á Betel í Gimli 30. ágúst, 1966. Thorkelson vestra.

Maki: 1897 Guðmundur Þorkelsson f. 10. ágúst, 1878 í Ísafjarðarsýslu, d. 24. ágúst, 1945. Thorkelson vestra.

Börn: 1. Jón Ágúst f. 2. ágúst, 1901 2. Þorkell Stefán f. 4. september, 1904, d. 8. september,1957 3. Stefanía Ingibjörg f. 5. apríl, 1903 4. Guðmundur Halldór f. 5. október, 1907 5. Kristín f. 29. mars, 1910 6. Sigurlín f. 15. júlí, 1912 7. Guðrún María f. 16. mars, 1815 8. Björn Þorsteinn f. 3. júlí, 1917 9. Guðmundur Júlíus f. 1. maí, 1919 10. Gladys f. 14. nóvember 1925.

Guðný var dóttir Stefáns Jónssonar og Kristínar Jóhannesdóttur á Gimli. Guðmundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba með fósturforeldrum sínum, Stefáni Sigurðssyni og Guðrúnu Ísleifsdóttur árið 1887. Hann fylgdi þeim í Nýja Íslandi til fullorðinsára og nam land í Árnesbyggð í Nýja Íslandi.