
Jónína G Jónsdóttir Mynd VÍÆ I
Jónína Guðrún Jónsdóttir fæddist í Hensel í N. Dakota 2. mars, 1895.
Maki: 17. febrúar, 1917 Helgi Daníelsson f. í Árnesbyggð í 24. september, 1891.
Börn: 1. Jónína Guðrún Ingibjörg f. 15. júní, 1918 2. Sigurlína Hólmfríður f. 16. nóvember, 1920 3. Marvin Daniel f. 17. janúar, 1921 4. Lilja Steinunn Sigurrós f. 8. maí, 1932.
Foreldrar Jónínu, voru Jón Guðmundsson og Jónína Guðrún Símonardóttir, sem vestur fluttu árið 1884 og námu land í N. Dakota sama ár. Fluttu norður í Geysisbyggð árið 1902 þar sem þau bjuggu lengi. Helgi var sonur Daníels Daníelssonar og Maríu Ingibjargar, sem vestur fluttu árið 1887 og settust að í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Hann óx þar úr grasi og stundaði seinna fiskveiðar í Winnipegvatni og var með búskap nærri Gimli.