Halldór Abrahamsson: Fæddur í N. Múlasýslu árið 1824.
Maki: Kona hans látin þegar hann flutti vestur.
Börn: Einar f.1854 í sömu sýslu
Halldór flutti vestur 1883 og fór til Sandhæða í N. Dakota. Tók þar land en flutti skömmu síðar í aðra sveit í N. Dakota, Mouse River. Aftur tók hann land og bjó þar til ársins 1901. Þá fór hann til Nýja Íslands og tók land í Árdals- og Framnesbyggð. Hann dó 85 ára gamall árið 1905.
