ID: 19165
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1944
Elín Þorsteinsdóttir fæddist árið 1856 í Rangárvallasýslu. Dáin í Lundarbyggð 11. janúar, 1944.
Maki: Jón Eiríksson fæddist í Mýrasýslu árið 1864.
Börn: 1. Sigurður Jón d. 1918 2. Einar 3. Svanborg 4. Solveig d. í Quebec 1900.
Árið 1890 eru Jón og Elín vinnuhjú í Knarrarnesi í Mýrasýslu. Síðasta áratug 19. aldar fæðast þeim fjögur ofanskráð börn sem þau taka með sér vestur um haf árið 1900. Við komuna til Kanada deyr Solveig en hjónin halda áfram vestur í Lundarbyggð í Manitoba og nema land nærri Otto árið 1902. Bjuggu þar lengstum.
