Guðrún Jóhannesdóttir

ID: 19239
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1883

Guðrún Jóhannesdóttir fæddist 8. júní, 1849 í Dalasýslu. Dáin í Winnipeg árið 1883.

Maki: Sigurbjörn Guðmundsson f. í Dalasýslu 5. janúar, 1850, d. í Lundarbyggð 12. nóvember, 1930.

Börn:  1. Þorbjörg f. 30. júlí, 1874, d. 13. september, 1901 í Winnipeg 2. Þuríður f. 29. maí, 1877, d. 22. apríl, 1961 3. Sigríður Margrét f. 1876 fór ekki vestur.

Sigurbjörn og Guðrún fóru vestur með dætur sínar til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Ferðalagið reyndist Guðrúnu um megn, hún lést í Winnipeg fáeinum vikum eftir komuna þangað. Sigurbjörn kom dætrum sínum fyrir hjá vinum í borginni en sjálfur stundaði hann járnbrautarvinnu fyrir utan borgina.