ID: 19489
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1944
Anna Soffía Kristjánsdóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu 28. nóvember, 1854. Dáin 22. febrúar, 1944.
Maki: 1884 Jón Sigfússon f. í S. Múlasýslu 2. október, 1862, d. 5. ágúst, 1936 í Lundarbyggð. John Sigfusson vestra.
Börn: 1. Kristjana d. 24. febrúar, 1922 2. Júlíana f. 3. júlí, 1887, d. 1. maí, 1957 3. Skúli f. 22. janúar, 1889 4. Jóhanna 5. Ólöf.
Anna missti foreldra sína ung að árum og var í fóstri á ýmsum stöðum. Hún flutti vestur árið 1883. Jón Sigfússon fór vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Hann notaði næstu árin til að skoða sig um og kanna ýmsa möguleika. Hann nam svo land í Lundarbyggð, nærri Grunnavatni árið 1887 og telst vera fyrsti landnemi byggðarinnar. Þau bjuggu alla tíð í Lundarbyggð.
