Kári Björnsson

ID: 19689
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889
Fæðingarstaður : Argylebyggð

Kári Björnsson fæddist 11. apríl, 1889 í Argylebyggð í Manitoba. Benson vestra.

Maki: Kona af enskum ættum.

Foreldrar Kára, Björn Benediktsson og Sigríður Jónsdóttir  fluttu vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Bjuggu fyrst í Winnipeg en fluttu þaðan til Glenboro í Argylebyggð. Þaðan fóru þau svo til Big Point árið 1899. Kári ólst upp við vestanvert Manitobavatn þar sem landnemar nýttu fiskinn í vatninu og stunduðu landbúnað. Hann flutti til Winnipegosis árið 1928 þar sem hann stundaði fiskveiðar og kvikfjárrækt.