ID: 4955
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Dánarár : 1963

Abigael Þórðardóttir

Charles Wells
Abigael Þórðardóttir fæddist árið 1879 í Ísafjarðarsýslu. Dáin í Washingtonríki árið 1963
Maki: 24. desember, 1902 Charles W Wells fæddur í Kentucky 20. maí, 1877, d. 8. ágúst, 1963.
Börn: Þau áttu ekki börn en ólu upp fósturdóttur, Marian Kristín hét sú f. 28. júlí, 1915 í Minneota, Minnesota. Foreldrar hennar voru Sigrún Ásmundsdóttir f. 1893 í Winnipeg og Norman Plummer.
Abigael fór vestur um haf með móður sinni, Guðríði Hafliðadóttur árið 1894 til Winnipeg í Manitoba. Þaðan fóru þær til Baldur í Argylebyggð sama ár en þangað var þá Magnús bróðir hennar kominn. Árið 1902 fór hún vestur í Washingtonríki og settist að í Blaine og bjó þar alla tíð.