Aðalbjörn Jónasson

ID: 19576
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla

Aðalbjörn Jónasson: Fæddur á Svalbarðsströnd í S. Þingeyjarsýslu árið 1883.

Maki: Sigríður Sólveig Finnbogadóttir f. í Vesturheimi.

Börn: þrjár dætur, upplýsingar um þær vantar.

Aðalbjörn flutti vestur 1913 og fór strax til Winnipegosis. Þar kynntist hann Sigríði, hún var dóttir Finnboga Hjálmarssonar og Ólafar Ólafsdóttur. Eftir nokkur ár þar fluttu Aðalbjörn og Sigríður til Winnipeg þar sem Aðalbjörn vann við trésmíðar. Seinna fóru þau vestur að Kyrrahafi og bjuggu í Vancouver.