
Aðalborg með tvíburana, Margréti og Björn Mynd Faith and Fortitude
Aðalborg Jónsdóttir fæddist. 4. júní, 1862 í N. Múlasýslu. Dáin í Geysisbyggð í N. Íslandi 26. október, 1915.
Maki: 7. nóvember, 1900 Bjarni Bjarnason fæddist 13. ágúst, 1856 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Manitoba 14. apríl, 1936.
Börn: 1. Björn f. 16. janúar, 1902 2. Margrét Sigurlaug f. 16. janúar, 1902, þau voru tvíburar.
Bjarni fór einsamall vestur til Winnipeg árið 1887 og vann þar fyrst um sinn. Flutti vestur að hafi og vann í Seattle um hríð og víðar þar vestra. Flutti þaðan til N. Dakota og loks í Geysisbyggð í Nýja Íslandi árið 1900. Aðalborg fór vestur með fósturforeldrum sínum, Birni Halldórssyni og Hólmfríði Einarsdóttur árið 1884. Bjarni og Aðalborg bjuggu á Bjarkalandi.