Aðalsteinn I Jónsson

ID: 17762
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1898
Dánarár : 1987

Aðalsteinn S Ísaksson Mynd VÍÆ II

Aðalsteinn Sigurjón Ísaksson fæddist í Mountain í N. Dakota 28. október, 1898. Dáinn á Betel í Gimli 21. apríl, 1987. Tók föðurnafnið Jónsson vestra.

Maki: 21. ágúst, 1925 Sigríður Helga Kristinsdóttir f. í Garðar, N.Dakota 22. september, 1903.

Börn: 1. Kristín Dorothy f. 16. apríl, 1926 2. Victor Ingiberg f. 6. apríl, 1927 3. Louis Aðalsteinn f. 5. apríl, 1934.

Aðalsteinn var sonur Ísaks Jónssonar og Ingibjargar Benediktsdóttur landnema í Framnesbyggð árið 1901. Foreldrar Sigríðar Helgu voru Kristinn Frímann Kristinsson og Kristín Ingveldur Hallgrímsdóttir.

Aðalsteinn ólst upp í N.Dakota hjá foreldrum sínum og flutti með þeim í Framnesbyggð í Nýja Áslandi árið 1901. Hann var í kanadíska hernum 1916-1919 í Frakklandi en eftir heimkomuna gerðist hann bóndi í Nýja Íslandi.