Adolf S Hólm

ID: 16808
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1906

Adolf S Hólm Mynd VÍÆ I

Adolf Leonard Sigurðsson fæddist í Winnipeg 30. maí, 1906. Hólm vestra.

Maki: 26. september, 1930 Auður Kristjánsdóttir f. 14. desember, 1906 í Eyjafjarðarsýslu.

Börn: 1. Sylvia Florence f. 14. janúar, 1931 2. Oswald Benjamin Raymond f. 30. janúar, 1933 3. Roy Herluf f. 10. júlí, 1937 4. Robert Leonard Kristján f. 23. júní, 1940.

Adolf var sonur Sigurðar Daníelssonar og Sigríðar Guðnýjar Jóhannesdóttur, sem vestur fluttu til Manitoba árið 1894. Þau námu land nærri Otto þar sem Adolf ólst upp. Auður flutti vestur árið 1928. Að loknu grunnskólanámi lærði Adolf hárskurð og var rakari fyrst í Winnipeg en seinna á Gimli.