
Ágúst Eiríksson Ísfeld Mynd FLNÍ

Ólína Sigurbjörg Óladóttir, sonur hennar Einar og systir hennar Mynd FLNÍ
Ágúst Ísfeld Eiríksson fæddist í S. Múlasýslu 31. ágúst, 1870. Dáinn 5. júlí, 1928 í Nýja Íslandi. Ísfeld vestra.
Maki: 10. febrúar, 1892 Ólína Sigurbjörg Óladóttir f. 1. ágúst, 1874 í Eyjafjarðarsýslu, d. 15. apríl, 1947 á Gimli.
Börn: 1. Eiríkur Ísfeld 2. Guðrún Jökulrós 3. Lena Ingibjörg 4. Ólöf Sigurbjörg 5. Anna Jarðþrúður 6. Olgeir Hans Trausti f. 9. mars, 1907, d. 24. ágúst, 1960 7. Einar Páll Helgi 8. Ágúst Victor Oddur 9. Guðmundur Björgvin Árelíus 10. Kristinn Jóhannes. Þrjú börn misstu þau.
Ágúst fór árið 1886 vestur til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, Ingibjörgu Einarsdóttur, manni hennar Þorsteini Jónssyni og systkinum. Þau settust að í N. Dakota og var Ágúst þar til ársins 1888. Þá fór hann norður til Nýja Íslands og nam þar land í Víðirnesbyggð og kallaði það Hof. Ólína flutti vestur árið 1888 með móður sinni, Guðrúnu Jónatansdóttur, manni hennar, Sigurgeir Halldórssyni og systkinum.
