Ágúst T Blöndal

ID: 15420
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889
Dánarár : 1948

Dr Ágúst Blöndal Mynd VÍÆ II

Ágúst Theodore Björnsson fæddist í Edinborg í N. Dakota 8. júlí, 1889. Dáinn í Winnipeg 6. janúar, 1948. Dr. Ágúst Blöndal vestra.

Maki: 2. júní, 1915 Guðrún Stefánsdóttir f. 5. ágúst, 1894 í Argylebyggð í Manitoba.

Börn: 1. Harold f. 18. júní, 1917 2. Doris Marjorie f. 19. ágúst, 1921 3. Alvin Theodore f. 1. mars, 1924 4. Shirley Joann f. 19. ágúst, 1935.

Ágúst ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í N. Dakota í 3 ár, þá í Portland, Oregon önnur 3 ár. Þaðan lá svo leiðin til Winnipeg. Þar gekk hann í grunnskóla og innritaðist eftir það í Manitoba Medical College þar sem kann lauk læknisprófi árið 1913. Hann var læknir í Lundar um skeið áður en hann fór til Evrópu í framhaldsnám árið 1921. Hann var í London, Edinburg, Glasgow og París áður en hann sneri aftur til Winnipeg þar sem hann starfaði  til æviloka.  Meir um Dr. Ágúst í Íslensk arfleifð að neðan. Guðrún var dóttir Stefáns Péturssonar og Geirþrúðar Jónsdóttur í Argylebyggð.

 

Íslensk arfleifð :