Albert Jónsson

ID: 6696
Fæðingarár : 1866
Dánarár : 1938

Albert Jónsson fæddist á Akureyri 2. nóvember, 1866. Dáinn í Winnipeg  15. maí, 1938. Johnson vestra.

Maki: Elizabeth Sigríður Sigurðardóttir f. í Ontario í Kanada 5. júlí, 1874, d. 4.júlí, 1951.

Börn: 1. Albert A Johnson f. í Winnipeg 2. mars, 1907.

Albert flutti vestur til Winnipeg árið 1887 og vann við að prenta Lögberg.  Seinna opnaði hann og rak kjötverslun um árabil. Síðar á ævinni vann hann við húsbyggngar og fasteignasölu. Hann varð ræðismaður Íslendinga og Dana í Winnipeg árið 1924.  Elizabeth var dóttir Sigurðar Jóhannessonar frá Mánaskál og Guðrúnar Guðmundsdóttur er vestur flutt yil Kanada árið 1873.