Aleph S Stígsdóttir

ID: 16845
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1882

Aleph Sigríður Stígsdóttir fæddist 9. nóvember, 1882 í Milton í N. Dakota.

Maki: 16. júlí, 1906 Bjarni Ólafsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 8. júlí, 1875.

Börn: 1. Lincoln Stígur f. 27. ágúst, 1907 2. Sigrid f. 5. desember, 1910 3. Þórunn f. 3. október, 1913 4. Wilma f. 11. apríl, 1916 5. Alice f. 27. apríl, 1919, d. 15. mars, 1937.

Aleph Sigríður var dóttir Stígs Þorvaldssonar og Þórunnar Björnsdóttur sem bjuggu fyrst í Akrabyggð í N. Dakota. Bjarni fór vestur árið 1887 með föður sínum, Ólafi Jóhannssyni og konu hans, Guðbjörgu Jónsdóttur.  Þau settust að í Sandhæðabyggð í N. Dakota þar sem Bjarni stundaði nám. Hann lærði lyfjafræði. Bjarni og Aleph bjuggu í Seattle. Aleph hitti Vigdísi Finnbogadóttur eitt sinn í Washington, sem hældi Aleph mjög fyrir góða íslenskukunnáttu og þegar hún fagnaði 100 ára afmæli sínu hringdi forsetinn vestur til að óska henni til hamingju!