ID: 19261
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1949

Alexander Eldjárn Jónsson
Alexander Eldjárn Jónsson: Fæddur 26. ágúst, 1869 í Höfðahverfi í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn 1949 í Manitoba. Johnson vestra
Maki: 1) 1893 Margrét Friðbjarnardóttir f. 1872 í S.Þingeyjarsýslu. Dáin 1918. 2) 1922 Júlíana Guðrún Diðriksdóttir f. Gullbringusýslu árið 1877.
Börn: 1. Friðjón 2. Ármann 3. Eldjárn 4. Margrét 5. Guðrún 6. Haraldur 7. Jón 8. Viborg Halldóra 9. Lára 10. Elenóra Margrét.
Alexander flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og fór fyrst í Argylebyggð. Hann nam ekki land strax heldur vann til að byrja með hjá bændum. Hann var svo með þeim fyrstu til að taka land í Hólabyggð í Suður Cypress byggðinni. Flutti til Glenboro árið 1895.
