Alexander Jónsson

ID: 19849
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : Winnipeg
Dánarár : 1952

Alexander Jónsson Mynd VÍÆ II

Alexander Jónson fæddist í Winnipeg 29. júní, 1887, d. 19. júlí, 1952. Alexander eða Alex Johnson vestra.

Maki: Louise Rannveig Ethel Þorsteinsdóttir fæddist í Mountain, N. D. 3. janúar, 1890. Louise R. E. Thorlakson og seinna Johnaon vestra.

Börn: 1. Alexander Louis Johnson f. í Winnipeg 11. júní, 1910 2. Clara Leon f. 21. ágúst, 1912, d. 1916 3. Lloyd Daniel f. 3. september, 1919, d. 1934 4. Trevor George Paul f. 3. júní 1926.

Alexander var yngsta barn Jóns Jónssonar og Vilborgar Guðmundsdóttur úr Snæfellsnessýslu sem vestur fluttu árið 1883 og bjuggu alla tíð í Winnipeg. Hann stundaði lengi kornsölu í Winnipeg og seinna starfsmaður Canadian Loan Board kanadíska ríkisins í borginni. Louise var dóttir hjónanna Þorsteins Þorlákssonar og Hlaðgerðar Grímsdóttur Laxdal landnema í Þingvallabyggð í N. Dakota árið 1879. Hún stundaði nam söng við Francis Fishers Powers í New York og Lycium Arts í Chicago í mörg ár. Var svo ein sex ár aðalsöngkona Dr. Ralph Horner´s Opera Co. og á sama tíma hélt hún iðulega tónleika í beztu leikhúsum í Winnipeg og víðar í Kanada. Eftir að hún festi ráð sitt og settist að í Winnipeg var hún í mörg ár einsöngvari hjá Tjaldbúðarsöfnuðinum og tók iðulega þátt í öllum söngskemmtunum Íslendinga í borginni. Alexander var líka mikill söngmaður, nam söng í mörg ár og var formaður íslenska karlakórsins í Winnipeg um árabil. Óhætt að segja um þau hjón að varla var haldin íslensk samkoma í Winnipeg án þess að þau kæmu fram og skemmtu gestum með söng.