Alvin T Blöndal

ID: 20453
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1924

Alvin T Blöndal Mynd VÍÆ II

Alvin Theodore Blöndal fæddist í Winnipeg 1. mars, 1924.

Maki: 1948 Marjorie Waterhouse

Börn: 1. Theodore August f. 9. október, 1949 2. James f. 25. maí, 1951.

Alvin var sonur Dr. Ágústs Blöndals og Guðrúnar Stefánsdóttur í Winnipeg. Hann gekk þar í skóla og vann ýmislegt áður en hann gekk í flugherinn 16. júní, 1943. Hann var í Brandon, Coal Harbour í Vancouver og Regina í Saskatchewan. Eftir að hann var leystur frá herþjónustunni 14. febrúar, 1945, fékk hann vinnu á útvarpsstöð í Winnipeg. Þar vann hann ein sex ár, flutti þá til Toronto þar sem hann einnig vann í útvarpi.