
Andræes og Agnete Mynd VÍÆ II
Andrés Fjeldsted fæddist 2. nóvember, 1903 í Öldulandi nokkra km. vestur af Gimli í Manitoba.
Maki: 1934 Agnete Gunnarson f. Árósum í Danmörku 25. desember, 1912.
Börn: 1. Jón Björn f. 5. febrúar, 1940 2. Þór Andrés (Thor Andres) f. 8. desember, 1943 3. Halldór Larry f. 27. júlí, 1950.
Andres var sonur Þorbergs Fjeldsted og Helgu Guðmundsdóttur sem vestur fluttu árið 1887 og bjuggu fyrst í Mikley en seinna í Selkirk í Manitoba. Hann gekk í Grunnskóla í Gimli í Nýja Íslandi og stundaði eftir það nám í eitt ár í landbúnaðardeild Manitobaháskóla í Winnipeg. Hann stundaði um skeið fiskveiðar á Winnipegvatni og var um tíma veiðivörður á vatninu. Árið 1933 keypti hann land í Framnesbyggð sem var kallað Kelduland. Agnete var dóttir Jóns Gunnarssonar og Marie Christine Kjær sem bjuggu í Árborg í Manitoba.
