ID: 20207
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1928
Andrés Sigtryggsson fæddist 12. mars, 1928 í Kandahar í Vatnabyggð. Andy Anderson vestra.
Maki: 1) 15. júlí, 1951 Ellen Aldís Auchstaetter d. 1973, upplýsingar vantar 2) Shirley W. Katz frá Lanigan í Saskatchewan.
Börn: Öll með Ellen 1. Pamala 2. Laurel 3. Andrea 4. Rory 5. Edward.
Andrés var sonur Sigtryggs Sigurðssonar og Soffíu Guðrúnar Guðmundsdóttur sem settust að nærri Kandahar í Saskatchewan. Þar vann Ellen á símstöðinni. Andrés lærði vélfræði og ungur tók hann þátt í olíuleit í Vestur-Kanada og Alaska í Bandaríkjunum. Seinn rak hann eigin vélsmiðju og véltækjaverslun í Drake í Saskatchewan