Anna Einarsdóttir fæddist 15. nóvember, 1857 í Dalasýslu.
Maki: Swanson, af írskum ættum.
Börn: Upplýsingar vantar.
Anna fór vestur árið 1884 með föður sínum, Einari Magnússyni og konu hans, Kristínu Jónsdóttur og sonum þeirra, Jakobi og Sveini. Þau settust fyrst að í Garðarbyggð í N. Dakota en seinna í Mouse-River byggð. Óljóst hvenær hún flutti vestur að hafi en þangað fór Sveinn, hálfbróðir hennar og hans fjölskylda árið 1935. Þau settust að suður af Blaine í Washington ríki ogbjuggu vel. Stjúpmóðir Önnu, er skráð til heimilis hjá Önnu í Blaine, árið sem hún deyr, 1940. Í grein í Heimskringlu 5. janúar, 1955 er birtir gefendur til dvalarheimilis eldri borgara í Blaine, Stafholts segir: ,,Mrs Anna Swanson in memory of Jakob Westford. “ Hann var hálfbróðir Önnu. Loks segir í minningargrein um Svein í Lögbergi-Heimskringlu, 20. júlí, 1961, þegar fjallað er um æskuheimili Sveins í N. Dakota ,,Á slíku yndislegu góðgerðarheimili ólst Sveinn upp ásamt bróður sínum Jakob, sem nú er dáinn, og einni fóstursystur, Önnu, nú Mrs. Svanson, aðstoðarráðskona í Stafholti, Blaine, Wash.“
