Anna Eiríksdóttir fæddist 26. febrúar, 1868 í S. Múlasýslu. Dáin í Langruth í Manitoba 10. júlí, 1944. Anna Isfeld Jacobson vestra.
Maki: Pétur Sigurðsson f. í Dalasýslu 7. júní, 1863. Dáinn 15. september, 1940. Jacobson vestra.
Barnlaus.
Anna fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886 með móður sinni, Ingibjörgu Einarsdóttur, stjúpföður sínum Þorsteini Jónssyni og fjölskyldu. Pétur fór vestur með foreldrum sínum, Sigurði Jakobssyni og Sigríði Teitsdóttur til Ontario í Kanada árið 1873 og bjuggu þau í Collingwood út við Georgian flóa. Þaðan lá leiðin til Nýja Íslands árið 1875 og bjuggu þar til ársins 1879 en þá fluttu þau til N. Dakota. Pétur flutti í Big Point byggð árið 1895 og bjó þar í fjögur ár en nam þá land í Big Grass byggð og bjó þar til ársins 1911. Þá sneri hann aftur í Big Point byggð.
