ID: 16674
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897
Anna Helga Eiríksdóttir fæddist 15. maí, 1897 í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Frisk eftir giftingu.
Maki:14. febrúar, 1928 Floyd Francis Frisk, af sænskum og dönskum ættum.
Börn: 1. Raymond Eric f. 30. janúar, 1929 í Winnipeg.
Anna Helga var dóttir Eiríks Eiríkssonar og Guðlaugar Helgadóttur, sem vestur fluttu árið 1890 og námu land í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Hjónin Guðmundur Helgason og og Anna Helga Helgadóttir í Árnesbyggð tóku Önnu í fóstur, fimm mánaða gamla og ólu hana upp. Anna lauk grunnskólanámi og gerðist kennari í skólum í Nýja Íslandi.
