Anna J Bjarnadóttir

ID: 15498
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887

Anna J Bjarnadóttir Mynd VÍÆ II

Anna Jakobína Bjarnadóttir fæddist 24. júlí, 1887 í Saskatchewan.

Maki: Gunnar Björgvin Gíslason f. 20. nóvember, 1877 í S. Múlasýslu.

Börn: 1. Bjarni Haraldur f. 15. september, 1914 2. Jarþrúður Karólína f. 8. janúar, 1916.

Anna var dóttir Bjarna Stefánssonar og Elínar Eiríksdóttur sem bjuggu í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Gunnar Gíslason fór vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Gísla Jónsyni og Jarðþrúði Halldórsdóttur sem settust að í Akrabyggð. Þar óx Gunnar úr grasi og fór með foreldrum sínum og Halldóri, bróður sínum til Roseau sýslu í Minnesota. Þar var hann bóndi í 9 ár en 1904 flutti hann í Vatnabyggð í Saskatchewan og nam land nærri Elfros.