
Anna Jakobsdóttir Mynd VÍÆ I

Albert Kristjánsson Mynd VÍÆ I
Anna Petrea Jakobsdóttir fæddist 23. júní árið 1881 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn 1971 í Blaine..
Maki: 20. ágúst, 1902 Séra Albert Edward Kristjánsson f. 17. apríl, 1877 í S. Þingeyjarsýslu, d. í Blaine 1974.
Börn: 1. Nanna Helga f. 6. desember, 1903 2. Hjálmar f. 16. nóvember, 1905 3. Sigrún Soffía f. 6. mars, 1908 4. Ósk Jóhanna f. 24. apríl, 1910, d. innan árs 5. Jóhanna f. 13. maí, 1923.
Anna flutti vestur með móður sinni, Sigríði Sveinsdóttur árið 1887 og fóru þær til Winnipeg. Albert flutti þangað ári seinna með foreldrum sínum, Kristjáni Guðmundssyni og Helgu Þórðardóttur. Þau settust að á Gimli í Nýja Íslandi. Albert lærði guðfræði og varð prestur. Hann þjónaði í Manitoba til ársins 1928 og seinna í Seattle og Blaine í Washington.
