Anna Jónsdóttir fæddist 25. júlí, 1874 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í N. Dakota 9. janúar, 1952.
Maki: Guðmundur Helgason f. 4. september, 1870 í Mýrasýslu, d. í Mouse River byggð 19. ágúst, 1929. Goodman vestra.
Börn: 1. Walter f. 21. ágúst, 1892 2. Helgi Stefán f. 25. ágúst, 1894 3. Alexander Sveinn f. 27. febrúar, 1897 4. Mabel Ellenbjorg (Elínbjörg?) f. 3. ágúst, 1901 5. Ásgerður Guðný f. 2. september, 1903, d. 6. júní, 1926 6. Jóna f. c1905 7. Barði f. 10. júní, 1911 8. Ingibjörg (Emma) Lovísa f. 1. mars, 1914 d. 20. janúar, 1939 9. Kristinn (Christopher) William f. 6. apríl, 1916 10. Ólafur f. 1918
Anna flutti vestur til N. Dakota árið 1883 með foreldrum sínum, Jóni Filippussyni og Ólöfu Ásgrímsdóttur úr Skagafirði. Þau voru frumbyggjar í Mouse River byggð. Guðmundur flutti vestur til N. Dakota árið 1881 með foreldrum sínum, Helga Guðmundssyni og Helgu Eyvindsdóttur. Þau bjuggu fyrst í Pembina sýslu en fluttu 1886 vestur í Mouse River byggð. Anna og Guðmundur hófu búskap í Mouse River byggð en bjuggu seinna í Elm Grove hreppi í McHenry sýslu.
