Anna Jónsdóttir

ID: 19574
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1958

Anna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1881. Dáin í Vancouver 18. júní, 1958.

Maki: 1903 Jón Júlíus Jónsson f. í Dalasýslu 5. júlí, 1878. John Julius Johnson vestra.

Börn: 1. Otto Wathne f. 1905 2. Kristín f. 1914 d. níu mánaða.

Anna var dóttir Jóns Jónssonar og Ragnheiðar Vigfúsdóttur. Hún bjó hjá móður sinni, þá orðin ekkja, í Reykjavík árið 1890 en giftist í Kanada árið 1903. Hún fór frá Englandi 27. júní, 1901 og steig á land í Quebec í Kanada 7. júlí. Hún er búsett í Hólabyggð (Tantallon) árið 1905-1943. Þaðan lá leið þeirra vestur til Calgary í Alberta, þaðan til Gimli í Manitoba og loks til Vancouver.