Anna K Jónsdóttir

ID: 5296
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1947

Anna Kristín og Ingólfur með Helgu Lilju, Ruth, Magnús og Ingibjörgu árið 1910. Mynd Hnausa Reflections

Anna Kristín Jónsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 6. nóvember, 1878, d. í Selkirk 27. nóvember, 1947.

Maki: 1897 Ingólfur Magnússon f. í Eyjafjarðarsýslu 2. júlí, 1874, d. í Selkirk 1. október, 1942.

Börn: 1. Helga Lilja f. 16. desember, 1904, d. 1984 2. Ruth f. 22. febrúar, 1906, d. 23. mars, 1972 3. Magnús Jón f. 1907, d. 1942 4. Ingibjörg f. 4. október, 1909 5. Guðmundur Harold f. 22. febrúar, 1912, d. 13. febrúar, 1970 6. Ásta (Esther) f. 7. ágúst, 1914 7. Thomas Richard f. 22. september, 1916 8. Guðni Friðrik f. 4. febrúar, 1919 9. Ingólfur Kristinn f. 11. desember, 1921. Fjögur önnur börn þeirra dóu í æsku.

Ingólfur fór ársgamall vestur til Kanada árið 1874 með foreldrum sínum, Magnúsi Hallgrímssyni og Sesselju Daníelsdóttur. Þau voru í Kinmount fyrsta árið en settust að í Mikley í Nýja Íslandi árið 1875. Þaðan lá svo leiðin í Fljótsbyggð árið 1883. Anna Kristín flutti vestur árið 1887 með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Helgu Lilju Guðmundsdóttur sem settust að í Hnausabyggð. Ingólfur og Anna Kristín settust að í Selkirk árið 1899 og bjuggu þar alla tíð.