Anna Kristín Jósepsdóttir fæddist 1878 í S. Múlasýslu. Dáin fyrir 1925 í N. Dakota. Jósefsdóttir vestra.
Maki: 1910 Magnús Benjamínsson f. í N. Múlasýslu 19. apríl, 1875, d. í Washingtonríki árið 1963. Michael Norland vestra.
Börn: 1. Bertha f. 14. desember, 1906 2. Christine f. c1909 3. John f. 20. maí, 1910 í N. Dakota 4. Jósef f. 22. febrúar, 1911 5. Anna Margrét f. 3. apríl, 1915 6. Rose f. 1918 7. Dale f. 20. janúar, 1921
Anna fór vestur árið 1879 með foreldrum, Jósef Arngrímssyni og Kristínu Jónsdóttur til Minnesota. Magnús flutti vestur til Minnesota með foreldrum sínum, Benjamín Þorgrímssyni og Gunnhildi Magnúsdóttur sama ár. Þau ólust upp í íslensku byggðinni í suðvesturhorni ríkisins. Árið 1900 var Magnús byrjaður búskap í Lincoln sýslu en 1910 fluttu nýgift hjónin til N. Dakota og stunduðu búskap í fjöldamörg ár í McLean sýslu.
