Anna K Lárusdóttir

ID: 20567
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1902
Fæðingarstaður : Nýja Ísland

Anna K Nordal Mynd VÍÆ IV

Anna Karolina Lárusdóttir fæddist í Nýja Íslandi 6. september, 1902. Anna Karolina Nordal vestra.

Ógift og barnlaus.

Anna var dóttir Rósu Davíðsdóttur og Lárusar Bjarna Pálssonar Nordal, sem bjuggu á Gimli.

Anna lærði tónlist í Winnipeg, gekk í St. Mary´s Academy, sem var kaþólskur nunnuskóli í borginni. Seinna lærði hún píanóleik í Saskatoon í Saskatchewan.  Hún bjó í heimahúsum á Gimli þar sem hún lék á orgel í báðum, íslensku kirkjunum í þorpinu. Annaðist foreldra sína á efri árum þeirra en vann að auki við hjúkrun á Betel, elliheimilinu á Gimli.